Innlent

Unglingalandsmótið gengur framar vonum

Um 8000 þúsund manns eru nú á Unglingalandsmóti Íslands á Höfn í Hornarfirði. Hátíðin hefur gengið framar öllum vonum, og að sögn lögreglu er hegðun gesta með eindæmum góð. Þegar á leið nóttina í gær voru til að mynda einungis um 60 manns eftir að skemmta sér, flestir heimamenn. Einhver ölvun og slagsmál voru og var einn fluttur á slysadeild.

 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×