Lífið

Nýstárleg ljósmyndasýning opnuð á Eskifirði

Sýning á myndum eftir sjö eskfirska ljósmyndara var opnuð á Eskifirði um helgina. Sýningin er sett upp á nýstárlegan hátt, og er ætlað að vera skúlptúr um leið og hún er rammi um sýninguna. Verkið stendur við sundlaugina á Eskifirði. Friðrik Þorvaldsson átti hugmyndina að sýningunni, en fékk til liðs við sig vana menn, þá Guðmann Þorvaldsson og Pétur Sörensson. Þeir settu nýverið upp sýningu þar sem þrjátíu ljósmyndum sem sýndu mannlíf og umhverfi á árum áður var dreift um allan Eskifjörð.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.