Innlent

Erlendum ferðamönnum fjölgar mikið

Erlendir ferðamenn koma gjarnan við í miðbæ Reykjavíkur.
Erlendir ferðamenn koma gjarnan við í miðbæ Reykjavíkur. Mynd/ Gunnar V. Andrésson
Erlendum ferðamönnum fjölgaði um rúm 19% fyrstu 6 mánuði ársins, miðað við sama tíma í fyrra, samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Leifsstöð. Mikil aukning var í júní síðastliðnum en þá fjölgaði ferðamönnum um fjórðung á milli ára. Í júní er aukning frá öllum markaðsvæðum.

 

Frá áramótum til júníloka voru erlendir ferðamenn sem fóru um Leifsstöð tæplega 180 þúsund, en voru tæplega 150 þúsund í fyrra. Ferðamönnum frá Bandaríkjunum fækkar lítillega en fjölgun frá öllum öðrum mörkuðum. Á fyrstu sex mánuðunum eru Bretar fjölmennastir en Bandaríkjamenn og Danir í öðru og þriðja sæti eins og í fyrra, segir í frétt frá Ferðamálastofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×