Innlent

Auka framlög til þróunarsjóðs um sex milljarða króna

MYND/365

Auka á framlög til þróunarsjóðs Evrópska efnahagssvæðisins um rúma sex milljarða króna á næstu árum samkvæmt samningi um stækkun Evrópska efnhagssvæðisins. Samningurinn var undirritaður í síðustu viku og tók hann formlega gildi í gær. Gert er á ráð fyrir verulegum niðurfellingum á sjávarafurðum.

Samkvæmt samkomulaginu mun Evrópusambandið fella niður tolla á frystum humri og freskum karfaflökum þannig að kvótar í þessum tegundum aukast um annars vegar 520 tonn og hins vegar 750 tonn. Afurðirnar hafa hingað til ekki borið tolla samkvæmt núgildandi fríverslunarsamningum. Við inngöngu nýrra aðila var hins vegar hætt við að þeir yrðu um 12 prósent á humri og 5,4 prósent á karfa.

Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að ef miðað sé við útflutning frá Íslandi til Evrópusambandins á þessum tegundum er um verulega hagsmuni að ræða fyrir Íslendinga. Áætlað er að tollalækkunin nemi allt að 70 milljónum króna á ársgrundvelli. Þá aukast framlög til þróunarsjóðs Evrópska efnahagssvæðisins um rúma sex milljarða króna á næstu 28 mánuðum. Rennur fjármágnið til umhverfisverndar, sjálfbærrar þrúonar, verndunar menningararfleiðfar, þróunar mannauðs og heilbrigðismála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×