Innlent

Reyna að setja heimsmet í fisflugi

Leiðin sem menn ætla að fara.
Leiðin sem menn ætla að fara.

Orustuflugmenn í indverska flughernum freista þess að setja heimsmet í hnattflugi á vélknúnum fisflugvélum. Ágúst Guðmundsson, tengiliður mannanna á Íslandi, segir að vélin sé nú stödd í Kulusuk á Grænlandi. Hann segir að reiknað sé með að henni verði flogið þaðan til Íslands, strax að lokinni eldsneytistöku í dag.

Flugvélin lagði af stað frá Delhi á Indlandi 1. júní og hefur því verið rúma 60 daga á ferð. Áætlað er að hún verði á Íslandi um klukkan 20 í kvöld.

Stefnt er að því að taka á móti félögunum á Reykjavíkurflugvelli þegar þeir koma. Það verður í flugskýli 25 í Fluggörðum, en þar er Flugfélagið Geirfugl til húsa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×