Innlent

Ósamræmi milli tekjublaða

Mikill munur er oft á uppgefnum tekjum einstaklinga í tekjublöðum Frjálsrar verslunar og Mannlífs. Á tekjulistum blaðanna má einnig sjá að sumir þekktir einstaklingar eiga varla til hnífs og skeiðar.

Mörg dæmi eru þess að listunum beri ekki saman. Í tekjublaði Frjálsrar verslunar er til dæmis forstjóri Icelandair sagður vera með 16 milljónir 592 þúsund krónur í laun á mánuði en í tekjublaði Mannlífs er hann sagður vera með 17 milljónir 283 þúsund 249 krónur í laun. Skattakóngur landsins, Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings er í blaði Frjálsrar verlsunar sagður með 64 milljónir 872 þúsund krónur í laun en í Mannlífsblaðinu segir að hann sé með tæpar 950 þúsund krónur í laun. Engar skýringar eru gefnar á útreikningum Mannlífs en í tekjublaði Frjálsrar verslunar segir að könnuni sé byggð á álögðu útsvari eins og þar birtist í álagningarskrám. Ekki eru þó gefnar frekari útskýringar á því hvernig mánaðarlaun manna eru reiknuð út.

Á listum beggja blaða er ekki aðeins að finna fólk úr fjármála- eða atvinnulífinu heldur einnig ýmsa þjóðþekkta einstaklinga. Ef marka má þær tölur sem gefnar eru upp þá má úr þeim ráða að menn eins og tvíburarnir og knattspyrnumennirnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eða rithöfundarnir Þorgrímur Þráinsson og Þráinn Bertelsson eigi varla fyrir salti í grautinn þar sem mánaðrtekjur þeirra eru sagðar langt undir fátækramörkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×