Innlent

Ökumenn sýni varkárni um verslunarmannahelgina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Landsbjörg vill að menn sýni varkárni í umferðinni.
Landsbjörg vill að menn sýni varkárni í umferðinni. Mynd/ Anton Brink

Slysavarnafélagið Landsbjörg brýnir fyrir mönnum að sýna varkárni í umferðinni um verslunarmannahelgina

Í tilkynningu frá félaginu segir að gera megi ráð fyrir þungri umferð um helgina og spái leiðinda veðri. Því sé mikilvægt að aka alltaf eftir aðstæðum og gefa sér góðan tíma til að komast á milli staða. Í rigningum verði vegir hálir og skyggni verra og beri að taka mið að því við aksturinn. Framúrakstur sé alltaf varasamur og ætti að forðast hann í þungri umferð enda auki hann mjög hættu á slysum og spari lítinn tíma fyrir þann sem taki framúr. Þá er ítrekað fyrir fólki að leggja ekki af stað þreytt eða sljóvgað af áfengi.

Vísir.is óskar öllum landsmönnum farsældar um verslunarmannahelgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×