Innlent

Dýrasti bíll landsins

Bíll af tegundinni Bugatti Veyron 16,4 sem er auglýstur til sölu hér á landi kostar rúmlega tvö hundruð milljónir króna. Þetta er dýrasti skráði bíllinn á söluvefnum bílasölur.is sem er sameiginlegur gagnagrunnur flestra bílasala á landinu. Næst dýrasti bíllinn á söluvefnum kostar rúmar 46 milljónir.

Bíllinn er til sölu á bílasölunni sparibíll.is á skúlagötunni. Bugatti Veyron er sportbíll, tæp tvö tonn að þyngd og 1001 hestafl.

Á heimasíðunni er hægt að reikna út hversu mikið þarf að borga á mánuði taki kaupandi bílalán til að greiða bílinn. Ef tekið er bílalán með 4,27% vöxtum til sjö ára þarf kaupandi að greiða tæpar tvær milljónir og níuhundruð þúsund krónur á mánuði. Heildarkostnaður bílsins verður þá rúmar 240 milljónir króna við lántökuna. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur enginn fest kaup á bílnum hingað til.

Bugatti Veyron er hraðskreiðasti, öflugasti og dýrasti verksmiðjuframleiddi götu-bíll í heimi, en viðurkenndur hámarkshraði hans er 407,5Km/klst. Framleiðsla hans hófst í September árið 2005. Volkwagen smíðaði og hannaði bílinn en vildi framleiða hann undir Bugatti merkinu sem varð til þess að hann er smíðaður í Frakklandi í Bugatti verksmiðjunni.

Á bílasölunni bilasölur.is sameiginlegum gagnagrunni flestra bílasala á landinu kostar næstdýrasti bíllinn rúmar 46 milljónir. Það er tegundin Maybach 57 frá DaimlerChrysler.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×