Innlent

Krefjast þess að Múlavirkjun verði lagfærð

Árfarvegur neðan stíflunnar er nánast þurr eins og sjá má á þessari mynd.
Árfarvegur neðan stíflunnar er nánast þurr eins og sjá má á þessari mynd. MYND/AFP

Svo kann að fara að Múlavirkjun valdi tjóni á lífríki Straumfjarðarár og Baulárvallavatns að mati Landverndar, landgræðslu og umhverfisverndarsamtaka Íslands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum. Þau krefjast þess að virkjunin verði lagfærð til samræmis við þau gögn sem lágu til grundvallar ákvörðun skipulagsstofnunar um að virkjunin skyldi ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Segja þau að lög hafi verið brotin.

Í yfirlýsingu samtakanna kemur fram að Múlavirkjun hafi verið mun umfangsmeiri en upphaflega áætlanir gerðu ráð fyrir. Hafi stíflan verið byggð muin hærri en til stóð. Samtökin segja að þetta hafi valdið því að umhverfisáhrif stíflunnar séu því mun meiri. Vatnsborði Baulárvallavatns hafi verið lyft umtalsvert með framkvæmdinni og ekkert náttúrulegt rennsli sé nú í Straumfjarðará á milli vatnsins og lónsins við stífluna. Er óttast að þetta muni valda miklu tjóni á lífríki Straumfjarðarár og Baulárvallavatns.

Samtökin krefjast þess að virkjunin verði lagfærð og í samræmi við þau gögn sem lágu fyrir áður en framkvæmdir hófust. Þá segir einnig í yfirlýsingunni að bygginganefnd Eyja- og Miklaholtshrepps ætti að vera fullljóst að lög hafi verið brotin með þessum breytingum.

Samtökin hafa send bygginganefndinni bréf þar sem frávik frá gögnum sem lágu til grundvallar ákvörðunar stofnunarinnar eru tíunduð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×