Innlent

Lögreglan lýsir eftir vitni að umferðarslysi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir vitni að umferðarslysi sem varð á Vesturlandsvegi við Úlfarsá í gærmorgun. Ekið var á reiðhjólamann með þeim afleiðingum að flytja þurfti hann á slysadeild.

Slysið átti sér stað laust eftir klukkan níu í gærmorgun. Í fyrstu var óttast maðurinn væri alvarlega slasaður og var hann fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús. Að sögn lögreglu var slysið þó ekki jafn slæmt og það leit út fyrir í upphafi og bjargaði hjálmur sem maðurinn var með miklu. Maðurinn beinbrotnaði og hlaut höfuðáverka.

Lögreglan óskar þess að þeir vegfarendur sem urðu vitni að slysinu hafi samband í síma 444-1000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×