Enski boltinn

Heiðar Helguson til W.B.A?

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Fulham hefur náð samkomulagi við West Bromwich Albion um kaup á framherjanum Diomansy Kamara. Ef að allt gengur í gegn mun Heiðar Helguson ganga til liðs við West Bromwich sem hluti af samningnum, en liðið spilar í næstefstu deild á Englandi.

Kamara er nú staddur í London að gangast undir læknisskoðun og í samningsviðræðum við Fulham. Heiðar gekk til liðs við Fulham fyrir tveimur árum og hefur skorað 14 mörk í 63 leikjum fyrir liðið. Kaupverðið er talið vera um 4 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×