Lífið

Paris í mál við lögfræðinginn sinn?

Paris Hilton er víst ekki allskostar sátt við lögfræðinginn sinn.

Heimildamenn The Scoop segja að stjarnan sé æf af reiði út í Richard Hutton, lögfræðinginn sem varði hana í ölvunarakstursmálinu. Þá er hún sögð vera að hugleiða málsókn á hendur honum.

,,Það var hrein hörmung hvernig staðið var að málinu" sagði heimildamaðurinn. ,,Það situr enginn svona lengi inni fyrir ölvunarakstur. Þetta var lögfræðingnum að kenna, og við erum að skoða hvað við getum gert í málinu."

Hutton neitaði að tjá sig um málið, en talsmaður Hilton vísaði sögunni á bug.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.