Lífið

Kate Moss og Pete Doherty óvinsælustu nágrannarnir

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
MYND/Getty
Ofurfyrirsætan Kate Moss og rokkarinn og dópistinn Pete Doherty eru þær stjörnur sem fólk vildi síst eiga sem nágranna.

Í könnun fasteignasölu nokkurar fengu djammararnir frægu heil 29 prósent atkvæða. Aðrir sem þóttu ekki æskilegir nágrannar voru meðal annars Osbourne fjölskyldan og fótboltakappinn Wayne Rooney.

Jamie Oliver og eiginkona hans Jules þóttu hinsvegar afar æskilegir nágrannar.

,,Endalaust partýstand myndi valda vandræðum í hvaða nágrannasambandi sem er." sagði Brett Wood, annar eiganda YourPropertyClub.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.