Lífið

Víðförlar plastendur á leið til Englands

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Curtis Ebbesmeyer hefur fylgst vel með ferðum andanna.
Curtis Ebbesmeyer hefur fylgst vel með ferðum andanna.

Upphaflega var þeim ætlað að fljóta í baðkörum í heimahúsum, en á síðustu fimmtán árum hafa þær flotið alla leið frá Kyrrahafinu að Bretlandi.

Gámi sem innihélt 29 þúsund plastleikföng skolaði fyrir borð á flutningaskipi í óveðri á miðju kyrrahafinu árið 1992. Gámurinn tærðist í sjónum og von bráðar flutu gular endur, bláar skjaldbökur og grænir froskar um heimsins höf.

Vísindamenn áttuðu sig fljótlega á gildi leikfanganna víðförlu fyrir rannsóknir á hafstraumum og hófu að fylgjast með ferðum þeirra.

Leikföngin hafa á árunum fimmtán ferðast um 30 þúsund kílómetra leið. Sést hefur til þeirra á Havaí, Alaska, Síberíu, Japan, Kanada og Íslandi, og nú stefna þau hraðbyri að Englandsströndum.

Curtis Ebbesmeyer er sjávarfræðingur sem hefur eytt eftirlaunaárunum í að fylgjast með ferðum andanna og vina þeirra. Hann segir að auðvelt sé fyrir fólk að koma auga á þær, þær hafi upplitast og séu nú hvítar, og merktar ,,The First Years" leikfangafyrirtækinu sem þær voru framleiddar fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.