Innlent

Myglusveppir í tíunda hverju kryddsýni

Myglusveppir greindust í tíu prósentum sýna sem tekin voru úr kryddum sem seld eru í verslunum hér á landi. Þetta leiddi eftirlitsverkefni Heilbrigðiseftirlitsins og Umhverfisstofnunar í ljós.

Fram kemur á vef Umhverfisstofnunar að 106 sýni hafi verið tekin af kryddi og kryddblöndum á tímabilinu mars til maí og af þeim voru 11 sýni yfir mörkum um örverufjölda. Í einu sýnanna greindust saurkólígerlar langt yfir viðmiðunarmörkum.

Umhverfisstofnun segir ástand krydds vera betra en var þegar síðast var gerð úttekt á kryddi árið 2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×