Innlent

Mikið moldviðri á Suðurlandi

Mikill uppblástur er á sunnanverðu landinu núna í töluverðri norðaustan átt. Hún kemur yfir uppsveitir Suðurlands, Biskupstungur, Hrunamannahrepp og Gnúpverjahrepp. Veður hefur verið þurrt á þessum slóðum undanfarið og ekki hefur náð að rigna vel til að binda jarðveginn. Því hefur myndast mikið ryk og moldarský sest á bíla og hús og gróður. Þetta sést vel í þessu veðri sem er núna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×