Innlent

Öll spil á borðið í stóriðjumálum ríkisstjórnarinnar

MYND/GVA

Fulltrúar Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í iðnaðarnefnd og umhverfisnefnd Alþingis hafa óskað eftir fundum í nefndunum til að fá upplýsingar og umræðu um stóriðjuáform stjórnvalda.

Samkvæmt tilkynningu frá flokknum er þetta gert í ljósi yfirlýsinga fulltrúa álfyrirtækja, bæjarstjórna og ráðherra í ríkisstjórn undanfarna daga. Fram kom í fréttum í gær að Alcan hafi áhuga á að reisa annað álver hér á landi, annarhvort í Þorlákshöfn eða Keilisnesi, en félagið rekur nú álverið í Straumsvík.

Segir enn fremur í tilkynningu Vinstri grænna að eðlilegast sé að boða sameiginlegan fund hjá iðnaðarnefnd og umhverfisnefnd þar sem öll spil ríkisstjórnarinnar verði lögð á borðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×