Skorað á íslensk stjórnvöld á alþjóðadegi flóttamanna 20. júní 2007 13:41 Alþjóðadagur flóttamanna er í dag, 20. júní og af því tilefni skorar Mannréttindaskrifstofa Íslands á íslensk stjórnvöld að gerast aðili að samningum Sameinuðu þjóðanna um ríkisfangslausa, samningi um að draga úr ríkisfangsleysi og samningi um réttarstöðu fólks án ríkisfangs. Bæði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og Flóttamannastofnunin hafa hvatt ríki til að gerast aðilar að samningunum en flest Vestur-Evrópulönd hafa átt aðild að þeim um áratuga skeið. „Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna kveður á um á um rétt manna til að leita og njóta griðlands erlendis gegn ofsóknum," segir í tilkynningu frá Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Mannréttindayfirlýsingin kveður einnig á um rétt allra manna til ríkisfangs en í því er fólginn lagalegur réttur til að njóta gæða samfélagsins og taka þátt í skipan þess. Þessi réttindi eru nátengd því fólk sem ekki nýtur verndar stjórnvalda í heimalandi sínu er oft án ríkisfangs; það að öllum sé tryggt ríkisfang er einn grunnþátta í vernd minnihlutahópa og annarra hópa sem eiga undir högg að sækja. Með því að vinna gegn ríkisfangsleysi og aðstoða fólk sem er án ríkisfangs er stuðlað að stöðugleika á viðkomandi svæði og þannig jafnvel unnt að koma í veg fyrir ástand sem leiðir til þess að fólk neyðist til að leggja á flótta." Ísland er aðili að Flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna sem gefur fólki sem ekki nýtur verndar gegn ofsóknum í eigin landi kost á því að leita skjóls hjá öðrum þjóðum. Ísland á einnig aðild að Evrópusamningi um ríkisfang sem kveður á um réttindi og skyldur varðandi ríkisfang. Ísland er hins vegar eina Norðurlandið sem hvorki hefur gerst aðili að samningi Sameinuðu þjóðanna um ríkisfangsleysi né samningi um réttarstöðu fólks án ríkisfangs, að því er segir í tilkynningunni frá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Alþjóðadagur flóttamanna er í dag, 20. júní og af því tilefni skorar Mannréttindaskrifstofa Íslands á íslensk stjórnvöld að gerast aðili að samningum Sameinuðu þjóðanna um ríkisfangslausa, samningi um að draga úr ríkisfangsleysi og samningi um réttarstöðu fólks án ríkisfangs. Bæði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og Flóttamannastofnunin hafa hvatt ríki til að gerast aðilar að samningunum en flest Vestur-Evrópulönd hafa átt aðild að þeim um áratuga skeið. „Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna kveður á um á um rétt manna til að leita og njóta griðlands erlendis gegn ofsóknum," segir í tilkynningu frá Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Mannréttindayfirlýsingin kveður einnig á um rétt allra manna til ríkisfangs en í því er fólginn lagalegur réttur til að njóta gæða samfélagsins og taka þátt í skipan þess. Þessi réttindi eru nátengd því fólk sem ekki nýtur verndar stjórnvalda í heimalandi sínu er oft án ríkisfangs; það að öllum sé tryggt ríkisfang er einn grunnþátta í vernd minnihlutahópa og annarra hópa sem eiga undir högg að sækja. Með því að vinna gegn ríkisfangsleysi og aðstoða fólk sem er án ríkisfangs er stuðlað að stöðugleika á viðkomandi svæði og þannig jafnvel unnt að koma í veg fyrir ástand sem leiðir til þess að fólk neyðist til að leggja á flótta." Ísland er aðili að Flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna sem gefur fólki sem ekki nýtur verndar gegn ofsóknum í eigin landi kost á því að leita skjóls hjá öðrum þjóðum. Ísland á einnig aðild að Evrópusamningi um ríkisfang sem kveður á um réttindi og skyldur varðandi ríkisfang. Ísland er hins vegar eina Norðurlandið sem hvorki hefur gerst aðili að samningi Sameinuðu þjóðanna um ríkisfangsleysi né samningi um réttarstöðu fólks án ríkisfangs, að því er segir í tilkynningunni frá Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira