Innlent

Færð á vegum

Hítardalsvegur 539 verður lokaður við Melsá í dag og næstu daga vegna ræsagerðar. Fært er um vað á ánni á meðan á framkvæmdum stendur. Þá verður Vatnsfjarðarvegur, vegur númer 633, lokaður við Eyrarfjallsafleggjara í Ísafirði frá kl 14.00 í dag til kl. 20.00 á fimmtudag vegna framkvæmda.

Vegna aurbleytu og hættu á vegaskemmdum er allur akstur bannaður á mörgum hálendisleiðum sem að jafnaði eru ekki færar nema að sumarlagi. Annars er góð færð um land allt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×