Innlent

Ræða veiðiráðgjöf Hafró við sjávarútvegsráðherra

Forystumenn samtaka sjómanna gengu á fund Einars K. Guðfinnssonar, sjávarútvegsráðherra nú laust fyrir hádegi til þess að ræða veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar sem felur í sér uggvænlegan niðurskurð. Harðnandi gagnrýni er á kvótakerfið í röðum Sjálfstæðismanna.

Fundurinn hófst fyrir rúmri klukkustund og mættu á hann Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, og Árni Bjarnason, formaður Farmanna og fiskimannasambandsins.

Hafró leggur til stórfelldan niðurskurð þorskveiða á næsta fiskveiðiári sem byrjar í haust. Verði farið að ráðgjöfinni felur það í sér samdrátt útflutningstekna um 20-30 milljarða króna. Í kjölfar veiðiráðgjararinnar hefur gagnrýni á kvótakerfið harnað til muna.

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis og fyrrverandi samgönguráðherra, benti á það í hátíðarræðu á Ísafirði í gær að fiskveiðistjórnunarkerfinu hefði mistekist að byggja upp fiskistofnana og það kallaði á allsherjaruppstokkun á kerfinu.

Einar Oddur Kristjánsson, alþingsmaður og samflokksmaður Sturku og Einars Kristins sjávarútvegsráðherra, hefur tekið undir þessa harkalegu gagnrýni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×