Innlent

Bílaverkstæði á Selfossi í ljósum logum

Eldtungur stóðu upp úr þaki hússins þegar slökkviliðið bar að garði.
Eldtungur stóðu upp úr þaki hússins þegar slökkviliðið bar að garði. MYND/365

Allt tiltækt slökkvilið á Selfossi var kallað út laust eftir klukkan hálfníu í kvöld vegna bruna í verksmiðjuhúsnæði við Gagnheiði á Selfossi. Í húsinu er bílaverkstæði og þar inni geymdir gaskútar. Óttast var að þeir kynnu að springa og var því ákveðið að rýma svæðið í kringum húsið.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi barst tilkynning um eldinn klukkan 20.42. Þegar slökkvilið bar að garði stóðu eldtungur upp úr þaki hússins. Í húsnæðinu er annars vegar bílaverkstæði og hins vegar samlokuverksmiðja. Eldurinn var laus í þeim hluta hússins þar sem bílaverkstæðið er og hafa eldveggir á milli verkstæðisins og verksmiðjunnar haldið.

Inni í verkstæðinu eru geymdir gaskútar og annar eldfimur vökvi og var því ákveðið að rýma svæðið í kringum húsið.

Að sögn lögreglunnar hefur slökkvistarf gengið vel og nú þegar búið að ná tökum á eldinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×