Innlent

Varnamálaráðherrar funda um framtíð Afganistan

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Varnarmálaráðherrar NATO ríkjanna funda þessa dagana um fyrirhugað eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna í Evrópu og framtíð varnarmála í Afganistan.



Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði að hersveit NATO og Bandaríkjanna hefði náð árangri í baráttu gegn Talibönum, en meira þyrfti til. „Við verðum að halda þeim árangri sem hefur náðst í Afganistan með því að standa við skuldbindingar sem bandamenn hafa gert á sviði varnaraðstoðar og þróunarhjálpar,“ sagði ráðherrann í dag.

Í dag ræddu varnarmálaráðherrar NATO fyrirætlanir Bandaríkjamanna um að koma upp eldflaugavarnarkerfi í Evrópu en á morgun munu þeir hitta Abdul Rahim Wardak, varnarmálaráðherra Afganistan, til að ræða stöðuna þar í landi.  Talið er að ráðherrarnir munu einkum ræða aðgerðir til að minnka fall óbreyttra borgara í Afganistan, en mikið mannfall hefur orðið þar að undanförnu.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum telja æskilegt að fleiri þjóðir sendi herlið til Afganistan, en í ljósi þess að mörg NATO ríki eru óviljug eða jafnvel ófær um að senda fjölmennar sveitir þangað, vilja Bandaríkjamenn að þessi ríki sendi vel þjálfað fólk til að aðstoða og þjálfa afganskar hersveitir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×