Lífið

Ólöglegt að ganga með buxurnar á hælunum

Bæjarstjóri í Louisiana sagði í dag að hann muni skrifa undir tillögu bæjarstjórnar um að banna að ganga með buxurnar of neðarlega. Til þess að ná því fram gerir tillagan það ólöglegt að láta sjást í nærbuxur.

Ef nærbuxurnar láta á sér kræla getur viðkomandi lent í því að þurfa að borga um 30 þúsund króna sekt og sitja í fangelsi í allt að sex mánuði.

Bæjarstjórinn, Carol Broussard, sagði um þá sem ganga með buxurnar of neðarlega, „Það væri bara betra fyrir þá að fara úr buxunum og ganga í kjól."

Sumir íbúar bæjarins segja tilskipunina setta til höfuðs svertingjum en vinsælt er hjá hipp hoppurum að ganga með buxurnar of neðarlega. Broussard neitaði því að tilskipunin væri kynþáttamismunun. „Hvítt fólk gengur líka með buxurnar á hælunum.“ svaraði hann.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.