Innlent

Upplýsingasíða fyrir eldri borgara

Reykjavíkurborg kynnti í dag nýja upplýsingasíðu á netinu fyrir eldri borgara. Þar er hægt að nálgast allar upplýsingar um hvar þjónustuíbúðir borgarinnar munu rísa í framtíðinni, búsetuúrræði aldraðra og aðra þjónustu. Hægt er að komast inn á síðuna ef farið er inn á heimasíðu Reykjavíkurborgar, rvk.is og smellt er á borða sem ber yfirskriftina Betra að eldast í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×