Innlent

Gætu fengið allt að 13 milljónum króna í bætur

Bætur sem íslenskar konur geta fengið vegna gallaðra silikonfyllinga í brjóstum geta numið allt að þrettán milljónum króna. Sérstakur sjóður sem settur var á stofn fyrir 10 árum til að greiða konum skaðabætur vegna silikonfyllinga á enn eftir að greiða út rúma 82 milljarða króna. Ríflega 85 prósent þeirra sem gera kröfu í sjóðinn fá einhverjar bætur.

Þetta kom fram á fundi sem haldinn var á vegum sjóðsins á Hótel Reykjavík Centrum í morgun. Um 65 íslenskar konur hafa þegar lagt fram kröfu í sjóðinn.

Sjóðurinn sem um ræðir var stofnaður árið 1995 þegar silikonframleiðandinn Dow Corporation varð gjaldþrota eftir að þúsundir bandarískra kvenna höfðað í skaðabótamál gegn því og unnið. Árið 2004 voru lagðir 150 milljarðar íslenskra króna í sjóðinn og síðan þá hefur hann greitt úr um 57 milljarða króna. Hjá sjóðnum starfa 110 starfsmenn sem fara yfir og meta hverja eina og einustu kröfu.

Frekari upplýsingar um sjóðinn má finna á heimasíðunni www.sfdct.com eða á www.tortcomm.org

Þá geta þær konur sem telja sig eiga rétt á bótum úr sjóðnum haft samband við Melissa með tölvupósti og á heimilisfangið mail@ferrari-law.com

 

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×