Innlent

Mannréttindadómstóll tekur fyrir mál Íslendinga vegna ólöglegra veiða

Mannréttindadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Genf hefur ákveðið að taka fyrir mál tveggja Íslendinga sem dæmdir voru í Hæstarétti Íslands árið 2003 fyrir ólöglegar veiðar.

Mennirnir voru skipverjar á dragnótabát og voru staðnir að veiðum á svæði þar sem veiðar voru bannaðar án sérstaks leyfis. Lögmaður mannanna vildi í samtali við fréttastofu ekkert segja um hvenær málið yrði tekið fyrir þar sem dómstóllinn vilji ekki að málið sé rætt í fjölmiðlum á þessu stigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×