Innlent

Sveinn hættir í bæjarráði Akraness

Sveinn Kristinsson.
Sveinn Kristinsson. MYND/365

Sveinn Kristinsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarráði Akraneskaupstaðar, lét af störfum í dag. Frá þessu er greint á fréttavefnum Skessuhorn. Í hans stað kemur framsóknarmaður.

Fram kemur á Skessuhorni að þetta sé í samræmi við samkomulag minnihlutans um að skipta með sér setu í bæjarráði. Guðmundur Páll Jónsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, mun taka sæti Sveins í bæjarráði.

Sjá frétt Skessuhorns hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×