Innlent

Leita enn að skemmdarvörgum

Akranes.
Akranes. MYND/ÓTT

Engar upplýsingar hafa borist vegna skemmdarverka sem unnin voru í nýbyggingu á Akranesi í síðasta mánuði. Verktakafyrirtækið hét hverjum þeim sem gæti gefið upplýsingar um málið 100 þúsund krónum í verðlaun.

„Það hafa engar upplýsingar borist," sagði Einar Árnason, hjá byggingafyrirtækinu Húsbygg, í samtali við Vísi.

Umtalsverð skemmdarverk voru unnin í nýbyggingu fyrirtækisins á Akureyri í síðasta mánuði. Meðal annars var miklu magni af málningu hellt niður í lyftuop og yfir dýr og viðkvæm raftæki. Talið er tjón vegna skemmdarverkanna nemi nokkrum milljónum og bauð fyrirtækið hverjum þeim sem gæti gefið upplýsingar um málið 100 þúsund krónur í verðlaun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×