Lífið

Quentin Tarantino leikur í Sukiyaki-vestra

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Quentin Tarantino kemur til kynningarfundar vegna myndarinnar í Tokyo.
Quentin Tarantino kemur til kynningarfundar vegna myndarinnar í Tokyo. MYND/REUTERS/Victor Tonelli

Spagettívestrar eru alþekkir, en Sukiyaki - eftir þjóðarrétti japana - vestrar kannski minna. Quentin Tarantino ætlar að vera með í að breyta því , en hann leikur í japanski endurgerð af spagettívestraklassíkinni Django frá 1966.

Tarantino fer með lítið hlutverk í ,,Sukiyaki Western Django", undir stjórn leikstjórans Takashi Miike. Myndin verður staðfærð að hluta, gerist í Genpei stríðunum á tólftu öld í stað Villta-vestursins. Persónur myndarinnar eru ýmist vopnaðir sverðum í samuræjaklæðnaði, eða með kúrekahatta skjótandi af vélbyssum. Og myndin er öll á ensku, þrátt fyrir að Tarantino sé eini vestræni leikarinn.

Hann segir ferlið hafa verið svo skemmtilegt að hann sé að velta fyrir sér að gera skylda mynd sem myndi heita ,,Macaroni Samurai Eastern Zaitoichi" eftir vinsælli samúræjamynd.

Myndin kemur út í Japan á haustmánuðum en ekki hefur verið ákveðið hvenær hún verður sýnd annars staðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.