Innlent

Svipast um eftir kajakræðurum á Faxaflóa

Landhelgisgæslan er farin að svipast um eftir tveimur kajakræðurum sem hugðust róa frá Garðaskaga í gær og upp á Snæfellsnes. Þær upplýsingar fengust hjá Gæslunni að haft hefði verið samband við báta að veiðum úti á Faxaflóa og þeir beðnir um að svipast um eftir ræðurunum. Sú eftirgrennslan hafi enn ekkert leitt í ljós.

Mennirnir lögðu af stað í gærmorgun og hefur ekkert heyrst frá þeim síðan. Það er þó metið svo að þeir geti enn átt nokkurn tíma eftir áður en ferðatíminn telst óeðlilegur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×