Innlent

Alvarlegt að fylgja ekki ráðgjöf

Það er hættulegur leikur að gera vísindin að blóraböggli fyrir slakri stöðu þorstofnsins, segir Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar. Hann telur það grafalvarlegt mál ef ekki verður farið að tillögum stofnunarinnar um stórfelldan niðurskurð þorskafla.

Þær raddir ágerast að það eigi ekki að fara að tillögum Hafró sem áætlað er að þýddu 20-30 miilljarða króna samdrátt útflutningstekna. Hafró metur veiðistofninn til muna minni en áður og leggur til að veitt verði 20% af veiðistofni en ekki 25% en áður hefur verið miðað við.

Í fyrradag sagði Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður sjávarútvegsnefndar, í viðtali við RÚV að ekki væri sjálfgefið að tillögum Hafró yrði fylgt. Samtök sjómanna hafa einnig ályktað um að ekki ætti að fylgja ráðgjöfinni.

Tillaga Hafró gengur útá að veidd verði 130 þúsund tonn af þorski en veiðin er nærri 200 þúsund tonnum á yfirstandandi fiskveiðiári. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró telur það grafalvarlegt mál ef ekki sé farið að ráðgjöfinni. Það geti verið ávísun á enn frekari samdrátt í þorskstofninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×