Lífið

George Michael sleppur við fangelsisvist

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Ég sofandi?
Ég sofandi?
George Michael, sem var tekinn undir stýri með lyfjakokteil í blóði sem Anna Nicole hefði skammast sín fyrir, þarf ekki að fara í fangelsi.

Popparinn var í dag sviftur ökuleyfi í tvö ár, dæmdur til að sinna hundrað tímum af samfélagsþjónustu og til greiðslu 300 þúsund króna í sekt.

Hann fannst sofandi með sleftaum í munnviki við stýrið í bíl sínum á umferðarljósum í október síðastliðnum.

Fyrir utan dómshúsið sagði hann að umfjöllun um málið hafa verið farsakennda. Ástæða lúrsins væri blanda af þreytu og lyfseðilsskyldum lyfjum. En viðurkenndi þó að hann skammaðist sín fyrir að hafa stofnað öðrum í hættu.

Minnugur niðurlægingar Boy George, sem skilaði sinni samfélagsþjónustu sem götusópari, bauðst Michael til að vinna í félagsmiðstöðvum eða aðstoða fólk sem hyggur á frama í tónlistarbransanum.

Michael, sem margoft hefur lýst því yfir að honum telji kannabis saklausara en áfengi, ýfði fjaðrir geðheilbrigðissamtaka í fyrra þegar hann reykti jónu í sjónvarpsviðtali og sagði ,,Þetta heldur mér hamingjusömum og heilum á geði"

,,Við gætum setið hér með hvaða lögreglumanni eða lækni sem er og þeir myndu segja ykkur að ef allir þeir sem eru háðir áfengi myndu skipta um skoðun og byrja að reykja gras, væri heimurinn mun betri staður"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.