Lisa Ekdahl hefði verið sókndjarfari gegn Tyson Björn Gíslason skrifar 7. júní 2007 10:34 MYND/AFP Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fær háðuglega útreið í sænskum fjölmiðlum eftir viðureignina í Stokkhólmi í gær, bæði hjá sænsku leikmönnunum og blaðamönnum. Simon Bank, pistlahöfundur hjá Aftonbladet, segist hafa séð Svía mæta Lichtenstein, Möltu, San Marínó og Moldavíu en aldrei séð eins skelfingu lostið lið og það íslenska í gær. Aðeins þrír leikmenn íslenska liðsins hafi farið fram þegar liðið hafi fengið aukaspyrnur á álitlegum stöðum og segir Bank að söngkonan Lisa Ekdahl hefði verið í sókndjafari í hnefaleikahringnum gegn Mike Tyson en íslenska liðið var í leiknum í gær.„Hafi leikurinn við Danmörku í Parken verið bannaður börnum þá var leikurinn gegn Íslandi á Räsunda-vellinum þannig að hægt hefði verið að koma fyrir barnavagni, kettlingum eða öllu DVD-safni Anders Svenssons á vallarhelmingi Svía," segir Bank og vísar þar til máttlausra sóknartilburða Íslendinga. Bank segir leikinn ekki hafa verið neitt. Ísland hafi ekki þorað að spila og Svíþjóð hafi ekki þurft þess.Bank hefur eftir hinum rólega Lars Lagerbäck eftir leikinn að hann hafi verið góður. Þetta sé sambærilegt því að aðrir hlaupi upp á Globen-höllina og hrópi: „Komið þið með leðurbuxurnar (lederhosen) því hérna er ég."Þá hefur Svenska dagbladet eftir Lars Lageråck að leikurinn í gær hafi verið eins og gönguferð í Parken (promenad i Parken) og sigurinn ótrúlega sætur. Þar kemur enn fremur fram að íslenska vörnin hafi verið eins og höfuðlaus her sem meðal annars hafi gefið Marcusi Allbäck, framherja Svía, eitt mark. Þar taldi Ívar Ingimarsson að dæmt hefði verið á sig inni í teig íslenska liðsins en Svíar nýttu sér misskilninginn og skoruðu fimmta markið í leiknum. Marcus Allbäck segist í samtali við Svenska dagbladet ekki vita hvað Ívar hafi verið að spá en þetta hafi verið undarlegt mark.Sænskir miðlar benda annars á að það þurfi mikið að bregða út af svo sænska liðið tryggi sér ekki farseðilinn á Evrópumótið í knattspyrnu í Austurríki og Sviss sem hefst eftir nákvæmlega ár. Liðið sé efst í F-riðli, eigi fimm leiki eftir og þar af þrjá heima. Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fær háðuglega útreið í sænskum fjölmiðlum eftir viðureignina í Stokkhólmi í gær, bæði hjá sænsku leikmönnunum og blaðamönnum. Simon Bank, pistlahöfundur hjá Aftonbladet, segist hafa séð Svía mæta Lichtenstein, Möltu, San Marínó og Moldavíu en aldrei séð eins skelfingu lostið lið og það íslenska í gær. Aðeins þrír leikmenn íslenska liðsins hafi farið fram þegar liðið hafi fengið aukaspyrnur á álitlegum stöðum og segir Bank að söngkonan Lisa Ekdahl hefði verið í sókndjafari í hnefaleikahringnum gegn Mike Tyson en íslenska liðið var í leiknum í gær.„Hafi leikurinn við Danmörku í Parken verið bannaður börnum þá var leikurinn gegn Íslandi á Räsunda-vellinum þannig að hægt hefði verið að koma fyrir barnavagni, kettlingum eða öllu DVD-safni Anders Svenssons á vallarhelmingi Svía," segir Bank og vísar þar til máttlausra sóknartilburða Íslendinga. Bank segir leikinn ekki hafa verið neitt. Ísland hafi ekki þorað að spila og Svíþjóð hafi ekki þurft þess.Bank hefur eftir hinum rólega Lars Lagerbäck eftir leikinn að hann hafi verið góður. Þetta sé sambærilegt því að aðrir hlaupi upp á Globen-höllina og hrópi: „Komið þið með leðurbuxurnar (lederhosen) því hérna er ég."Þá hefur Svenska dagbladet eftir Lars Lageråck að leikurinn í gær hafi verið eins og gönguferð í Parken (promenad i Parken) og sigurinn ótrúlega sætur. Þar kemur enn fremur fram að íslenska vörnin hafi verið eins og höfuðlaus her sem meðal annars hafi gefið Marcusi Allbäck, framherja Svía, eitt mark. Þar taldi Ívar Ingimarsson að dæmt hefði verið á sig inni í teig íslenska liðsins en Svíar nýttu sér misskilninginn og skoruðu fimmta markið í leiknum. Marcus Allbäck segist í samtali við Svenska dagbladet ekki vita hvað Ívar hafi verið að spá en þetta hafi verið undarlegt mark.Sænskir miðlar benda annars á að það þurfi mikið að bregða út af svo sænska liðið tryggi sér ekki farseðilinn á Evrópumótið í knattspyrnu í Austurríki og Sviss sem hefst eftir nákvæmlega ár. Liðið sé efst í F-riðli, eigi fimm leiki eftir og þar af þrjá heima.
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Sjá meira