Innlent

Rannsókna- og fræðasetur í Bolungarvík

Frá undirritun samningsins.
Frá undirritun samningsins.
Samningur hefur verið undirritaður um nýtt Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum sem mun taka til starfa í Bolungarvík innan tíðar. Það eru Háskóli Íslands, Náttúrustofa Vestfjarða og Bolungarvíkurkaupstaður sem standa að setrinu.

 

 

„Rannsókna- og fræðasetrið er faglega sjálfstæð eining sem heyrir undir Stofnun fræðasetra Háskóla Íslands," segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands. „Því er ætlað að vera vettvangur fyrir samstarf Háskólans við sveitarfélög á Vestfjörðum, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga." Þá segir að meginhlutverk setursins sé að efla rannsókna- og fræðastarf Háskóla Íslands á Vestfjörðum, í samvinnu við rannsóknastofnanir og háskóla. Áhersla verður lögð á rannsóknir á náttúru, atvinnu- og menningarsögu Vestfjarða með áherslu á ferðamál.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×