Innlent

Kanna möguleikann á því að nýta risaborinn áfram

Verið er að kanna möguleikann á því að risaborinn sem nú borar göng að Kárahnjúkum verði notaður til þess að bora veggöng hér á landi. Þetta kom fram hjá Kristjáni L. Möller, samgönguráðherra í Hádegisviðtalinu á Stöð 2.

Kristján segir að aðilar á Austurlandi hafi stofnað með sér fyrirtæki sem ætlað er að kanna möguleikann á heilborun jarðganga og nýta til þess risaborinn að Kárahnjúkum. „Það byggist á því að eiga bor sem gæti heilborað og menn eru að tala um að þá væri hægt að minnka kostnað á hvern kílómetra sem nemur hundruðum milljóna."

Kristján sagði þessar hugmyndir vera ákaflega spennandi og að það væri mikilvægt að fá fleiri möguleika til jarðgangagerðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×