Enski boltinn

Roy Keane hefur áhuga á Diego Forlan

Roy Keane hefur mikinn áhuga á að fá fyrrum liðsfélaga sinn hjá Manchester United, Diego Forlan, til liðs við sig. Roy Keane, sem er framkvæmdastjóri Sunderland, hefur áður reynt að fá Forlan til liðsins.

Forlan, sem er 28 framherji hjá Villareal hefði áður hafnað tilboði Keane um að ganga til liðs við klúbbinn. Forlan skoraði 17 mörk fyrir Villareal á síðasta tímabili og það verður erfitt fyrir Keane að lokka hann þaðan.

Roy Keane tók við Sunderland í fyrra þegar liðið sat á botninum í næstefstu deildinni en náði að snúa gengi liðsins við og kom þeim í efsta sætið áður en tímabilinu lauk.

Jüssi Jaaskelainen og Ole Gunnar Solskjær hafa einnig verið orðaðir við Sunderland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×