Lífið

Getur þú hjálpað Hillary Clinton með kosningalag?

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar

Öldungardeildarþingmaðurinn Hillary Clinton biðlar nú til almennings að hjálpa sér að velja kosningalag.

Clinton, sem sækist eftir því að verða forsetaefni Demókrata í Bandaríkjunum auglýsir á vefsíðunni YouTube eftir hugmyndum að kosningalagi. Fleiri en 130 þúsund manns hafa kosið frá því kosningin hófst um miðjan maí og er niðurstöðu að vænta fljótlega.

Þau lög sem eru efst á blaði eftir fyrstu umferð kosningarinnar eru ,,Suddenly I See" með K.T. Tunstall, ,,Rock This Country!" með Shaniu Twain, ,,Beautiful Day" með U2, ,,Get Ready" með The Temptations og útgáfa Smash Mouth af Neil Diamond laginu ,,I'm a Believer."

Meðal annarra hugmynda eru ,,Are You Gonna Go My Way" með Lenny Kravitz, ,,Every Little Thing She Does is Magic" með Police og ,,The Best" með Tinu Turner.

Bloggheimar loga hinsvegar af tillögum frá pólitískum andstæðingum Hillary. Þær eru til dæmis ,,Maneater" með Hall & Oates, ,,Bitch" með Rolling Stones, ,,It's the End of the World As We Know It" með R.E.M., ,,Before He Cheats," með Carrie Underwood og ,,Disaster Waiting to Happen" með Jefferson Denim.

Nokkrir íslenskir stjórnmálaflokkar gerðu lög í aðdraganda kosninganna í ár. Ekki er vitað nákvæmlega hverju þau skiluðu, en þau má heyra hér;

Framsókn

Íslandshreyfingin

Samfylkingin








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.