Innlent

Kvenkyns stjórnarformönnum fækkar á milli ára

MYND/Stöð 2

Kvenkyns stjórnarformönnum í hundrað stærstu fyrirtækjum landsins hefur fækkað á milli ára og sömuleiðis hefur konum í stjórnum þeirra fækkað.

Þetta kemur fram í væntanlegri skýrslu frá Rannsóknarsetri vinnuréttar- og jafnréttismála hjá Viðskiptaháskólanum á Bifröst. Skýrslan verður kynnt í dag. Hlutfall kvenna í stjórnum hundrað veltumestu fyrirtækja landsins var tólf prósent árið 2005 en er nú átta prósent. Þriðjungur fyrirtækjanna er með jafnréttisáætlun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×