Kalt er konulausum Einar Sigmarsson skrifar 11. maí 2007 14:00 Að kenna konum um. Cherchez la femme (leitið konunnar), segir franskt máltæki þegar finna þarf orsakavald. Frá örófi alda hefur verið reynt að kenna konum um ýmislegt sem miður fer. Eitt kunnasta dæmið um það leynist í Fyrstu Mósebók þegar Eva er sögð hafa látið ginnast til að bragða á aldini af skilningstré góðs og ills og gefa Adam með sér. Fyrir vikið eru þau skötuhjúin rekin út úr Eden. Að hlunnfara konur Það er víst ekki ofsögum sagt að lítt þokist í jafnréttisbaráttu íslenskra kvenna. Ljósasti votturinn um það er kynbundinn launamunur enda meiri á Íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi, var 16% árið 1994 og hefur síðan minnkað um hvorki meira né minna en 0,3%! Hvar er réttlætið í því að kona fái ekki sömu laun fyrir sömu vinnu og karl þó að engu muni í menntun, reynslu eða afköstum? Ekki verður myndin fegurri þegar kemur að áhrifastöðum: Karlar á hverju strái en konur aðeins á stangli. Að hætta að hlunnfara konur En hvernig má stemma stigu við misréttinu? Sennilega er einfaldast að aflétta launaleynd þannig að starfsmaður megi hvenær sem er skýra öðrum frá því hvað hann hafi í laun, kjósi hann sjálfur svo. Til viðbótar gæti þurft að heimila Jafnréttisstofu eða trúnaðarmönnum stéttarfélaga að kafa ofan í ágreiningsmál. Svo væri kærkomin tilbreyting að stóribróðir hætti að setja upp hundshaus þegar farið er fram á kjarabætur í láglaunastörfum, eins og uppeldi eða umönnun, þar sem karlar eru sjaldséðir hvítir hrafnar. Síðast en ekki síst væri ótvíræð framför að stjórnarherrarnir færu sjálfir að lögum og áætlunum um jafnari hlut kynjanna þegar ráðið er í embætti og skipað í nefndir, ráð og stjórnir. Kvenþjóðin þarf að fá sömu færi og karlpeningurinn á að sinna stefnumótun og stjórnun. Annars er hætt við að mannauðurinn nýtist ekki sem skyldi og lítið leggist fyrir kvenlegt innsæi. Feðraveldið er barn síns tíma. Að hætta að kenna konum um Það er deginum ljósara að slælega gengur að rétta hlut íslenskra kvenna og stundum reynt að afsaka það svo að þær séu hvorki nógu staffírugar né eftirgangssamar. En hvað veldur ef nokkuð er hæft í því að sumar konur haldi sér til hlés? Getur ein skýringin verið sú að þær hafi alist upp við misrétti kynjanna? Snemma vanist því að kynsystur í sviðsljósinu og stallsystur á framabraut njóti ekki sannmælis og uppskeri ekki eins og til er sáð? Árþúsunda misrétti hverfur ekki eins og dögg fyrir sólu. Í kosningunum 12. maí geta fósturlandsins freyjur leyst sjálfar sig og miklu fleiri úr klakaböndum núverandi stjórnar. Þá yrði að minnsta kosti ekki reynt að kenna konum um áframhaldandi vetrarríki við ysta haf.Höfundur er íslenskufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Að kenna konum um. Cherchez la femme (leitið konunnar), segir franskt máltæki þegar finna þarf orsakavald. Frá örófi alda hefur verið reynt að kenna konum um ýmislegt sem miður fer. Eitt kunnasta dæmið um það leynist í Fyrstu Mósebók þegar Eva er sögð hafa látið ginnast til að bragða á aldini af skilningstré góðs og ills og gefa Adam með sér. Fyrir vikið eru þau skötuhjúin rekin út úr Eden. Að hlunnfara konur Það er víst ekki ofsögum sagt að lítt þokist í jafnréttisbaráttu íslenskra kvenna. Ljósasti votturinn um það er kynbundinn launamunur enda meiri á Íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi, var 16% árið 1994 og hefur síðan minnkað um hvorki meira né minna en 0,3%! Hvar er réttlætið í því að kona fái ekki sömu laun fyrir sömu vinnu og karl þó að engu muni í menntun, reynslu eða afköstum? Ekki verður myndin fegurri þegar kemur að áhrifastöðum: Karlar á hverju strái en konur aðeins á stangli. Að hætta að hlunnfara konur En hvernig má stemma stigu við misréttinu? Sennilega er einfaldast að aflétta launaleynd þannig að starfsmaður megi hvenær sem er skýra öðrum frá því hvað hann hafi í laun, kjósi hann sjálfur svo. Til viðbótar gæti þurft að heimila Jafnréttisstofu eða trúnaðarmönnum stéttarfélaga að kafa ofan í ágreiningsmál. Svo væri kærkomin tilbreyting að stóribróðir hætti að setja upp hundshaus þegar farið er fram á kjarabætur í láglaunastörfum, eins og uppeldi eða umönnun, þar sem karlar eru sjaldséðir hvítir hrafnar. Síðast en ekki síst væri ótvíræð framför að stjórnarherrarnir færu sjálfir að lögum og áætlunum um jafnari hlut kynjanna þegar ráðið er í embætti og skipað í nefndir, ráð og stjórnir. Kvenþjóðin þarf að fá sömu færi og karlpeningurinn á að sinna stefnumótun og stjórnun. Annars er hætt við að mannauðurinn nýtist ekki sem skyldi og lítið leggist fyrir kvenlegt innsæi. Feðraveldið er barn síns tíma. Að hætta að kenna konum um Það er deginum ljósara að slælega gengur að rétta hlut íslenskra kvenna og stundum reynt að afsaka það svo að þær séu hvorki nógu staffírugar né eftirgangssamar. En hvað veldur ef nokkuð er hæft í því að sumar konur haldi sér til hlés? Getur ein skýringin verið sú að þær hafi alist upp við misrétti kynjanna? Snemma vanist því að kynsystur í sviðsljósinu og stallsystur á framabraut njóti ekki sannmælis og uppskeri ekki eins og til er sáð? Árþúsunda misrétti hverfur ekki eins og dögg fyrir sólu. Í kosningunum 12. maí geta fósturlandsins freyjur leyst sjálfar sig og miklu fleiri úr klakaböndum núverandi stjórnar. Þá yrði að minnsta kosti ekki reynt að kenna konum um áframhaldandi vetrarríki við ysta haf.Höfundur er íslenskufræðingur.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun