Kalt er konulausum Einar Sigmarsson skrifar 11. maí 2007 14:00 Að kenna konum um. Cherchez la femme (leitið konunnar), segir franskt máltæki þegar finna þarf orsakavald. Frá örófi alda hefur verið reynt að kenna konum um ýmislegt sem miður fer. Eitt kunnasta dæmið um það leynist í Fyrstu Mósebók þegar Eva er sögð hafa látið ginnast til að bragða á aldini af skilningstré góðs og ills og gefa Adam með sér. Fyrir vikið eru þau skötuhjúin rekin út úr Eden. Að hlunnfara konur Það er víst ekki ofsögum sagt að lítt þokist í jafnréttisbaráttu íslenskra kvenna. Ljósasti votturinn um það er kynbundinn launamunur enda meiri á Íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi, var 16% árið 1994 og hefur síðan minnkað um hvorki meira né minna en 0,3%! Hvar er réttlætið í því að kona fái ekki sömu laun fyrir sömu vinnu og karl þó að engu muni í menntun, reynslu eða afköstum? Ekki verður myndin fegurri þegar kemur að áhrifastöðum: Karlar á hverju strái en konur aðeins á stangli. Að hætta að hlunnfara konur En hvernig má stemma stigu við misréttinu? Sennilega er einfaldast að aflétta launaleynd þannig að starfsmaður megi hvenær sem er skýra öðrum frá því hvað hann hafi í laun, kjósi hann sjálfur svo. Til viðbótar gæti þurft að heimila Jafnréttisstofu eða trúnaðarmönnum stéttarfélaga að kafa ofan í ágreiningsmál. Svo væri kærkomin tilbreyting að stóribróðir hætti að setja upp hundshaus þegar farið er fram á kjarabætur í láglaunastörfum, eins og uppeldi eða umönnun, þar sem karlar eru sjaldséðir hvítir hrafnar. Síðast en ekki síst væri ótvíræð framför að stjórnarherrarnir færu sjálfir að lögum og áætlunum um jafnari hlut kynjanna þegar ráðið er í embætti og skipað í nefndir, ráð og stjórnir. Kvenþjóðin þarf að fá sömu færi og karlpeningurinn á að sinna stefnumótun og stjórnun. Annars er hætt við að mannauðurinn nýtist ekki sem skyldi og lítið leggist fyrir kvenlegt innsæi. Feðraveldið er barn síns tíma. Að hætta að kenna konum um Það er deginum ljósara að slælega gengur að rétta hlut íslenskra kvenna og stundum reynt að afsaka það svo að þær séu hvorki nógu staffírugar né eftirgangssamar. En hvað veldur ef nokkuð er hæft í því að sumar konur haldi sér til hlés? Getur ein skýringin verið sú að þær hafi alist upp við misrétti kynjanna? Snemma vanist því að kynsystur í sviðsljósinu og stallsystur á framabraut njóti ekki sannmælis og uppskeri ekki eins og til er sáð? Árþúsunda misrétti hverfur ekki eins og dögg fyrir sólu. Í kosningunum 12. maí geta fósturlandsins freyjur leyst sjálfar sig og miklu fleiri úr klakaböndum núverandi stjórnar. Þá yrði að minnsta kosti ekki reynt að kenna konum um áframhaldandi vetrarríki við ysta haf.Höfundur er íslenskufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Að kenna konum um. Cherchez la femme (leitið konunnar), segir franskt máltæki þegar finna þarf orsakavald. Frá örófi alda hefur verið reynt að kenna konum um ýmislegt sem miður fer. Eitt kunnasta dæmið um það leynist í Fyrstu Mósebók þegar Eva er sögð hafa látið ginnast til að bragða á aldini af skilningstré góðs og ills og gefa Adam með sér. Fyrir vikið eru þau skötuhjúin rekin út úr Eden. Að hlunnfara konur Það er víst ekki ofsögum sagt að lítt þokist í jafnréttisbaráttu íslenskra kvenna. Ljósasti votturinn um það er kynbundinn launamunur enda meiri á Íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi, var 16% árið 1994 og hefur síðan minnkað um hvorki meira né minna en 0,3%! Hvar er réttlætið í því að kona fái ekki sömu laun fyrir sömu vinnu og karl þó að engu muni í menntun, reynslu eða afköstum? Ekki verður myndin fegurri þegar kemur að áhrifastöðum: Karlar á hverju strái en konur aðeins á stangli. Að hætta að hlunnfara konur En hvernig má stemma stigu við misréttinu? Sennilega er einfaldast að aflétta launaleynd þannig að starfsmaður megi hvenær sem er skýra öðrum frá því hvað hann hafi í laun, kjósi hann sjálfur svo. Til viðbótar gæti þurft að heimila Jafnréttisstofu eða trúnaðarmönnum stéttarfélaga að kafa ofan í ágreiningsmál. Svo væri kærkomin tilbreyting að stóribróðir hætti að setja upp hundshaus þegar farið er fram á kjarabætur í láglaunastörfum, eins og uppeldi eða umönnun, þar sem karlar eru sjaldséðir hvítir hrafnar. Síðast en ekki síst væri ótvíræð framför að stjórnarherrarnir færu sjálfir að lögum og áætlunum um jafnari hlut kynjanna þegar ráðið er í embætti og skipað í nefndir, ráð og stjórnir. Kvenþjóðin þarf að fá sömu færi og karlpeningurinn á að sinna stefnumótun og stjórnun. Annars er hætt við að mannauðurinn nýtist ekki sem skyldi og lítið leggist fyrir kvenlegt innsæi. Feðraveldið er barn síns tíma. Að hætta að kenna konum um Það er deginum ljósara að slælega gengur að rétta hlut íslenskra kvenna og stundum reynt að afsaka það svo að þær séu hvorki nógu staffírugar né eftirgangssamar. En hvað veldur ef nokkuð er hæft í því að sumar konur haldi sér til hlés? Getur ein skýringin verið sú að þær hafi alist upp við misrétti kynjanna? Snemma vanist því að kynsystur í sviðsljósinu og stallsystur á framabraut njóti ekki sannmælis og uppskeri ekki eins og til er sáð? Árþúsunda misrétti hverfur ekki eins og dögg fyrir sólu. Í kosningunum 12. maí geta fósturlandsins freyjur leyst sjálfar sig og miklu fleiri úr klakaböndum núverandi stjórnar. Þá yrði að minnsta kosti ekki reynt að kenna konum um áframhaldandi vetrarríki við ysta haf.Höfundur er íslenskufræðingur.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar