Innlegg í umræðuna Björgvin Vídalín Arngrímsson skrifar 10. maí 2007 14:05 Ég hef fylgst grannt með umræðunni um innflytjendamálin. Sér í lagi rýnt í andsvörin. Mér sýnist á andsvörum fólks varðandi innflytjendamál að það vill freka hafa hér lögleysu í þeim málum en skýr lög eins og Frjálslyndi flokkurinn. Þetta ágæta fólk vill reyna að kaffæra umræðuna úr fjarðlægð með móðgandi ummælum, gífuryrðum og upphrópunum, en lætur fylgja, "að sjálfsögðu þarf að ræða þessi mál á uppbyggilegum og faglegum nótum". Svo er málið dautt hjá þessu fólki. Það er ansi langt seilst í ofstækinu þegar mér og öðrum frjálslyndum er líkt við stríðsglæpamanninn Slobodan Milosevic. Þeir sem það gjöra er til ævarandi skammar. Ágæta fólk. Hafið í huga, að ofstæki er upphaf alls ills og virkar í báðar áttir. Hvað seigir t.d. Illugi Jökulsson í sínum pistli um Frjálslynda flokkinn í Dagblaðinu 5. apríl. "Víst er það rétt. Einhverjir lúðar munu alltaf fagna því þegar þeir verða vitni að einelti eins og því sem Jón og Magnús Þór sýnast nú albúnir að beita fólki af útlenskum uppruna sem býr hér á landi. (Leturbreyting höfundar) Því miður er til ómerkilegt fólk á Íslandi og það hefur líka kosningarétt". Hann kallar mig og þúsundir annarra kjósend Frjálslynda flokksins ómerkilegt fólk. Er þetta hógvær eða ofstækisfullur málflutningur? Hvorugt. Þetta er hatur. Illugi hatar mig og aðra stuðningsmenn Frjálslynda flokksins fyrir að þora. Hans flokkur þorir engu. Við skulum gera okkur grein fyrir því að Frjálslyndi flokkurinn hefur aldrei talað um að reka úr landi það fólk af erlendum uppruna sem hingað er komið. Heldur verið fremstir í flokki og talað fyrir því að við þurfum að búa sem best í haginn fyrir þetta fólk. Það hefur verið mikill sómi af því hvernig við Íslendingar höfum tekið á móti flóttafólki og verið öðrum til eftirbreytni. Á sama hátt þurfum við að búa vel í haginn fyrir aðra. Frjálslyndi flokkurinn var til að mynda fyrsti stjórnmálaflokkurinn til að hafa nýbúa á sýnum framboðslistum og gaf út bækling á fjölmörgum tungumálu þar sem helstu áherslur flokksins komu fram. . Við í Frjálslynda flokknum viljum hafa skýr lög og stefnu varðandi innflytjendamálin í framtíðinni. Ekkert humm og ha. Hvað heyrum við ekki oft sagt í fréttum eftir undangeginn dóm. Það vantar skýran lagaramma, það eru engar reglugerðir til að styðjast við o.s.frv. Alþingi Íslending var endurreist og kom saman 1. júlí árið 1845. Þá var skýlaus krafa frá Jóni Sigurðssyni og hans mönnum, að þingmenn allir skulu tala íslensku, öll álit skal rita á íslensku svo og gjörðarbækur þingsins. Konungsfulltrúa er þó leyft að tala dönsku, en þá ber aðstoðarmanni hans að þýða fyrir þingmönnum á íslensku. Hvers vegna var þetta svo mikilvægt? Þeir sem þekkja sögu Íslands vita, að það var ekki vegna þess að Íslendingar kunnu ekki dönsku. Svari hver fyrir sig. Hafið þið lent í því að fara í bakarí nýverið til að kaupa snúð? Ég ætla að fá einn snúð! Engin viðbrögð frá agreiðslufólkinu. Vandræðaleg þögn. Það kemur í ljós að ég þarf að biðja um snúðinn á ensku. Maður fer að hugsa hvað er snúður á ensku. Hverju líkist snúður svo hægt sé að krafla sig út úr þessu. Það eina sem mér datt í hug var væn kúadella hringlaga og gárót. Ég fékk snúðinn með því að nota fingra mál. Höfundur skipar 9. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.Björgvin Vídalín Arngrímsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Ég hef fylgst grannt með umræðunni um innflytjendamálin. Sér í lagi rýnt í andsvörin. Mér sýnist á andsvörum fólks varðandi innflytjendamál að það vill freka hafa hér lögleysu í þeim málum en skýr lög eins og Frjálslyndi flokkurinn. Þetta ágæta fólk vill reyna að kaffæra umræðuna úr fjarðlægð með móðgandi ummælum, gífuryrðum og upphrópunum, en lætur fylgja, "að sjálfsögðu þarf að ræða þessi mál á uppbyggilegum og faglegum nótum". Svo er málið dautt hjá þessu fólki. Það er ansi langt seilst í ofstækinu þegar mér og öðrum frjálslyndum er líkt við stríðsglæpamanninn Slobodan Milosevic. Þeir sem það gjöra er til ævarandi skammar. Ágæta fólk. Hafið í huga, að ofstæki er upphaf alls ills og virkar í báðar áttir. Hvað seigir t.d. Illugi Jökulsson í sínum pistli um Frjálslynda flokkinn í Dagblaðinu 5. apríl. "Víst er það rétt. Einhverjir lúðar munu alltaf fagna því þegar þeir verða vitni að einelti eins og því sem Jón og Magnús Þór sýnast nú albúnir að beita fólki af útlenskum uppruna sem býr hér á landi. (Leturbreyting höfundar) Því miður er til ómerkilegt fólk á Íslandi og það hefur líka kosningarétt". Hann kallar mig og þúsundir annarra kjósend Frjálslynda flokksins ómerkilegt fólk. Er þetta hógvær eða ofstækisfullur málflutningur? Hvorugt. Þetta er hatur. Illugi hatar mig og aðra stuðningsmenn Frjálslynda flokksins fyrir að þora. Hans flokkur þorir engu. Við skulum gera okkur grein fyrir því að Frjálslyndi flokkurinn hefur aldrei talað um að reka úr landi það fólk af erlendum uppruna sem hingað er komið. Heldur verið fremstir í flokki og talað fyrir því að við þurfum að búa sem best í haginn fyrir þetta fólk. Það hefur verið mikill sómi af því hvernig við Íslendingar höfum tekið á móti flóttafólki og verið öðrum til eftirbreytni. Á sama hátt þurfum við að búa vel í haginn fyrir aðra. Frjálslyndi flokkurinn var til að mynda fyrsti stjórnmálaflokkurinn til að hafa nýbúa á sýnum framboðslistum og gaf út bækling á fjölmörgum tungumálu þar sem helstu áherslur flokksins komu fram. . Við í Frjálslynda flokknum viljum hafa skýr lög og stefnu varðandi innflytjendamálin í framtíðinni. Ekkert humm og ha. Hvað heyrum við ekki oft sagt í fréttum eftir undangeginn dóm. Það vantar skýran lagaramma, það eru engar reglugerðir til að styðjast við o.s.frv. Alþingi Íslending var endurreist og kom saman 1. júlí árið 1845. Þá var skýlaus krafa frá Jóni Sigurðssyni og hans mönnum, að þingmenn allir skulu tala íslensku, öll álit skal rita á íslensku svo og gjörðarbækur þingsins. Konungsfulltrúa er þó leyft að tala dönsku, en þá ber aðstoðarmanni hans að þýða fyrir þingmönnum á íslensku. Hvers vegna var þetta svo mikilvægt? Þeir sem þekkja sögu Íslands vita, að það var ekki vegna þess að Íslendingar kunnu ekki dönsku. Svari hver fyrir sig. Hafið þið lent í því að fara í bakarí nýverið til að kaupa snúð? Ég ætla að fá einn snúð! Engin viðbrögð frá agreiðslufólkinu. Vandræðaleg þögn. Það kemur í ljós að ég þarf að biðja um snúðinn á ensku. Maður fer að hugsa hvað er snúður á ensku. Hverju líkist snúður svo hægt sé að krafla sig út úr þessu. Það eina sem mér datt í hug var væn kúadella hringlaga og gárót. Ég fékk snúðinn með því að nota fingra mál. Höfundur skipar 9. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.Björgvin Vídalín Arngrímsson
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar