Stjórnmál byggjast á trausti Andrés Sighvatsson skrifar 9. maí 2007 13:49 Ég var á fundi þjóðarhreyfingar í Háskólabíó á síðasta ári. Fjallað var um málefni aldraða. Salurinn var fullur af fólki og á sviðinu voru mættir nokkrir þekktir menn sem tóku til máls. En fyrsti og aðalræðumaðurinn var prófessor Stefán Ólafsson félagsfræðingur. Sem útskýrði með sannfærandi rökum hve eldri borgarar væru langt á eftir öðrum í launum eða tekjum frá tryggingastofnun. Svo mjög að óviðunandi væri. Það voru orð að sönnu. Ellilífeyri sem fólk á rétt á , því það hefur unnið langa ævi og greitt sitt til að tryggja þetta þjóðfélag og ellilífeyriskerfi. Það er því ekki að fá neitt gefins, þetta er það sem það á inni eftir langa starfsævi en þetta hefur verið skorið mjög við nögl. Svo að fólk sem hætt er að vinna og treystir á ellilífeyrinn sér til framfærslu, vill búa heima hjá sér og hefur heilsu til þess að sjá um sig sjálft á meðan það getur. Eins og mér hefur heyrst á yfirvöldum þessara mála að það sé hagstætt fyrirkomulag, því ekki er of mikið pláss á opinberum stofnunum fyrir eldri borgara. En það sem er aðalega að í þessu máli og raunar alveg ófært er hvað skattleysismörkin eða frítekjumark er lágt. Og staðgreiðsla því mjög há miðað við hinar láu tekjur frá tryggingastofnun. Svo það gerir fólki mjög erfitt fyrir að ná endum saman. Ég nefni dæmi um mann sem býr einn og hefur frá tryggingastofnun , með heimilisuppbót samtals 107.000kr á mánuði. Af því er tekin staðgreiðsla um það bil 19.000kr. Þá er eftir um 90.000kr. Heimilisuppbótin hverfur í staðgreiðsluna. Þótt um eldri borgara sé að ræða, þurfa þeir meira en bara matinn, sem er nú mjög dýr. Til dæmis lyf, síma, rafmagn og ýmislegt til heimilishaldsins eins og aðrir þegnar landsins og sumir þurfa að borga húsaleigu. Það er til skammar að hafa frítekjumark svona lágt á þessum lágu tekjum. Það ætti ekki að taka staðgreiðslu af tekjum sem eru undir 130.000 til 150.000 kr hjá þessum lágtekjuhópi að lágmarki. Annað er þjóðarskömm hjá þessari ríku þjóð. En svo ég víki aftur að fundinum í Háskólabíó, salurinn var þétt setinn fólki þar á meðal tveir ráðherrar þau Árn Mattísen fjármálaráðherra og Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis og tryggingamálaráðherra. Eftir ræðu prófessor Stefáns Ólafssonar sem var mjög skilmerkileg og greinargóð tóku ýmsir til máls, þar á meðal Árni Mattísen. Hann gerði lítið úr því að eldri borgarar væru svo langt á eftir í launum og reyndi að lýsa með óljósum hætti að margt hefði lagast í þjóðfélaginu sem bætt hefði kjörin hjá eldri borgurum. Og var ekki að heyra á honum að þeir væru svo illa staddir eins og prófessorinn hefði sagt. Þessi orð Árna fóru illa í viðstadda svo flestir púuðu kröftulega á Árna. Ekki tók betra við þegar trygginamálaráðherra Siv Friðriksdóttir tók til máls. Og lýsti því yfir að kjör eldri borgara á Íslandi væru jafn góð og á hinum norðurlöndunum. Það var nú ekki púað á hana, sennilega afþví hún er kona. En það var algerlega rangt sem hún sagði um þetta mál. Það vita allir að kjör eldri borgara eru langt um betri á hinum norðurlöndunum, því er ekki hægt að líkja saman. Það hefur maður líka heyrt frá fólki sem búið hefur í þessum löndum. Enda tók Stefán Ólafsson til máls eftir ræðu Sivar og mótmælti orðum hennar. Og lýsti því lið fyrir lið að þetta væri ekki sannleikanum samkvæmt. Siv tók ekki til máls um þetta eftir það. Enda erfitt að tala gegn hinum sönnu og greinar góðum skýringum prófessorsins. Þar sem hann staðfesti það sem hann hafði áður sagt að eldri borgarar væru svo langt á eftir í launum frá tryggingastofnun að óviðunandi væri. Það sem vekur athygli er að það voru ráðherrar í ríkistjórn Íslands sem töluðu svona. Maður hefði nú haldið að til þessa að vera ráðherra þyrfti fólk að vera betur upplýst en kom fram í máli þeirra. Ekki vill maður trúa að fólk í svona stöðum segi vísvitandi ósatt, eða hvað? Það hefur oft verið sagt að stjórnmál byggist á trausti. Stjórnmálamaður verður að koma þannig fram í orðum og athöfnum að fólkið sem hann býður sig til fram til að starfa fyrir treysti honum, orðum hans og gjörðum. Annars hlýtur þetta að verða mjög erfitt fyrir hann og fólkið sem hann ætlar að vera í forsvari fyrir. Hérna á ég við stjórnmálamenn almennt. En þó að ráðherrarnir sem voru á þessum fundi þjóðarhreyfingarinnar um málefni eldri borgara í Háskólabíói hafi hlotið gagnrýni fyrir ræður sínar þar, þá ber ríkistjórnin í heild ábyrgð á kjörum eldri borgara. Úr því þarf að bæta fljótlega Ég var á öðrum fundi eldri borgara sem haldinn var við Stangarhyl í Reykjavík fyrir nokkru síðan. Á fundinum var mættur aðeins einn alþingismaður. Ég spurði hann hvort hann ætlaði að bera fram frumvarp á Alþingi um að skattleysismörk yrðu hækkuð verulega. Svo að viðunandi væri, sérstaklega fyrir eldri borgara, öryrkja og aðra látekjuhópa. Hann svaraði svo að erfitt yrði að koma því í gegn á Alþingi ef það ætti að fara upp allan skalann. Það mundi kosta ríkisjóð mikið fé. En kom svo með tilhögu um að hækka mætti skattleysismörkin verulega fyrir þann hóp fólks sem hefur þessar lágu tekjur. Það mundi ekki kosta ríkisjóð mikið. Þetta er auðvelda lausnin að lækka skattleysismörkin fyrir lágtekjuhópa og það strax eða fljótlega í 130.000 kr og svo áfram að taka ekki staðgreiðsluskatt sem eru undir 150.000 kr. Það mundi ekki kosta ríkisjóð það mikið. Þessi ríka þjóð hefur alveg efni á því. Sumir stjórnmálamenn tala mikið um að hækkun skattleysismarka kosti ríkið svo marga milljarða og eiga þá yfirleitt við að hækkunin nái upp allan skalann. En það liggur ljóst fyrir að ekki liggur á að hækka skattleysismörkin að ráði fyrir þá sem hafa háar tekjur t.d. einhver nokkur hundruð þúsund á mánuði að ekki sé talað um milljónir. Þetta er auðvelda lausnin. Að hækka skattleysismörkin fyrir lágtekjufólkið. Og þarf að gerast strax eða fljótlega. Hækkun skattleysismarka að því marki sem ég nefndi hér á undan í greininni er besta kjarabótin fyrir lágtekjufólkið. Maður hefur margt fólk tala um það Nú er stutt í kosningar og maður fylgist vel með umræðum foristufólks stjórnmálaflokkanna sem í framboði eru. Og reynir að finna út hverjir séu líklegastir til að koma í framkvæmd því sem ég hef verið að tala um í þessari grein. Ég tel að Samfylkingin sé líklegust til þess. Þess vegna hvet ég fólk til að fylkja sér um samfylkinguna og kjósa hana.Andrés Sighvatsson eldri borgari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Ég var á fundi þjóðarhreyfingar í Háskólabíó á síðasta ári. Fjallað var um málefni aldraða. Salurinn var fullur af fólki og á sviðinu voru mættir nokkrir þekktir menn sem tóku til máls. En fyrsti og aðalræðumaðurinn var prófessor Stefán Ólafsson félagsfræðingur. Sem útskýrði með sannfærandi rökum hve eldri borgarar væru langt á eftir öðrum í launum eða tekjum frá tryggingastofnun. Svo mjög að óviðunandi væri. Það voru orð að sönnu. Ellilífeyri sem fólk á rétt á , því það hefur unnið langa ævi og greitt sitt til að tryggja þetta þjóðfélag og ellilífeyriskerfi. Það er því ekki að fá neitt gefins, þetta er það sem það á inni eftir langa starfsævi en þetta hefur verið skorið mjög við nögl. Svo að fólk sem hætt er að vinna og treystir á ellilífeyrinn sér til framfærslu, vill búa heima hjá sér og hefur heilsu til þess að sjá um sig sjálft á meðan það getur. Eins og mér hefur heyrst á yfirvöldum þessara mála að það sé hagstætt fyrirkomulag, því ekki er of mikið pláss á opinberum stofnunum fyrir eldri borgara. En það sem er aðalega að í þessu máli og raunar alveg ófært er hvað skattleysismörkin eða frítekjumark er lágt. Og staðgreiðsla því mjög há miðað við hinar láu tekjur frá tryggingastofnun. Svo það gerir fólki mjög erfitt fyrir að ná endum saman. Ég nefni dæmi um mann sem býr einn og hefur frá tryggingastofnun , með heimilisuppbót samtals 107.000kr á mánuði. Af því er tekin staðgreiðsla um það bil 19.000kr. Þá er eftir um 90.000kr. Heimilisuppbótin hverfur í staðgreiðsluna. Þótt um eldri borgara sé að ræða, þurfa þeir meira en bara matinn, sem er nú mjög dýr. Til dæmis lyf, síma, rafmagn og ýmislegt til heimilishaldsins eins og aðrir þegnar landsins og sumir þurfa að borga húsaleigu. Það er til skammar að hafa frítekjumark svona lágt á þessum lágu tekjum. Það ætti ekki að taka staðgreiðslu af tekjum sem eru undir 130.000 til 150.000 kr hjá þessum lágtekjuhópi að lágmarki. Annað er þjóðarskömm hjá þessari ríku þjóð. En svo ég víki aftur að fundinum í Háskólabíó, salurinn var þétt setinn fólki þar á meðal tveir ráðherrar þau Árn Mattísen fjármálaráðherra og Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis og tryggingamálaráðherra. Eftir ræðu prófessor Stefáns Ólafssonar sem var mjög skilmerkileg og greinargóð tóku ýmsir til máls, þar á meðal Árni Mattísen. Hann gerði lítið úr því að eldri borgarar væru svo langt á eftir í launum og reyndi að lýsa með óljósum hætti að margt hefði lagast í þjóðfélaginu sem bætt hefði kjörin hjá eldri borgurum. Og var ekki að heyra á honum að þeir væru svo illa staddir eins og prófessorinn hefði sagt. Þessi orð Árna fóru illa í viðstadda svo flestir púuðu kröftulega á Árna. Ekki tók betra við þegar trygginamálaráðherra Siv Friðriksdóttir tók til máls. Og lýsti því yfir að kjör eldri borgara á Íslandi væru jafn góð og á hinum norðurlöndunum. Það var nú ekki púað á hana, sennilega afþví hún er kona. En það var algerlega rangt sem hún sagði um þetta mál. Það vita allir að kjör eldri borgara eru langt um betri á hinum norðurlöndunum, því er ekki hægt að líkja saman. Það hefur maður líka heyrt frá fólki sem búið hefur í þessum löndum. Enda tók Stefán Ólafsson til máls eftir ræðu Sivar og mótmælti orðum hennar. Og lýsti því lið fyrir lið að þetta væri ekki sannleikanum samkvæmt. Siv tók ekki til máls um þetta eftir það. Enda erfitt að tala gegn hinum sönnu og greinar góðum skýringum prófessorsins. Þar sem hann staðfesti það sem hann hafði áður sagt að eldri borgarar væru svo langt á eftir í launum frá tryggingastofnun að óviðunandi væri. Það sem vekur athygli er að það voru ráðherrar í ríkistjórn Íslands sem töluðu svona. Maður hefði nú haldið að til þessa að vera ráðherra þyrfti fólk að vera betur upplýst en kom fram í máli þeirra. Ekki vill maður trúa að fólk í svona stöðum segi vísvitandi ósatt, eða hvað? Það hefur oft verið sagt að stjórnmál byggist á trausti. Stjórnmálamaður verður að koma þannig fram í orðum og athöfnum að fólkið sem hann býður sig til fram til að starfa fyrir treysti honum, orðum hans og gjörðum. Annars hlýtur þetta að verða mjög erfitt fyrir hann og fólkið sem hann ætlar að vera í forsvari fyrir. Hérna á ég við stjórnmálamenn almennt. En þó að ráðherrarnir sem voru á þessum fundi þjóðarhreyfingarinnar um málefni eldri borgara í Háskólabíói hafi hlotið gagnrýni fyrir ræður sínar þar, þá ber ríkistjórnin í heild ábyrgð á kjörum eldri borgara. Úr því þarf að bæta fljótlega Ég var á öðrum fundi eldri borgara sem haldinn var við Stangarhyl í Reykjavík fyrir nokkru síðan. Á fundinum var mættur aðeins einn alþingismaður. Ég spurði hann hvort hann ætlaði að bera fram frumvarp á Alþingi um að skattleysismörk yrðu hækkuð verulega. Svo að viðunandi væri, sérstaklega fyrir eldri borgara, öryrkja og aðra látekjuhópa. Hann svaraði svo að erfitt yrði að koma því í gegn á Alþingi ef það ætti að fara upp allan skalann. Það mundi kosta ríkisjóð mikið fé. En kom svo með tilhögu um að hækka mætti skattleysismörkin verulega fyrir þann hóp fólks sem hefur þessar lágu tekjur. Það mundi ekki kosta ríkisjóð mikið. Þetta er auðvelda lausnin að lækka skattleysismörkin fyrir lágtekjuhópa og það strax eða fljótlega í 130.000 kr og svo áfram að taka ekki staðgreiðsluskatt sem eru undir 150.000 kr. Það mundi ekki kosta ríkisjóð það mikið. Þessi ríka þjóð hefur alveg efni á því. Sumir stjórnmálamenn tala mikið um að hækkun skattleysismarka kosti ríkið svo marga milljarða og eiga þá yfirleitt við að hækkunin nái upp allan skalann. En það liggur ljóst fyrir að ekki liggur á að hækka skattleysismörkin að ráði fyrir þá sem hafa háar tekjur t.d. einhver nokkur hundruð þúsund á mánuði að ekki sé talað um milljónir. Þetta er auðvelda lausnin. Að hækka skattleysismörkin fyrir lágtekjufólkið. Og þarf að gerast strax eða fljótlega. Hækkun skattleysismarka að því marki sem ég nefndi hér á undan í greininni er besta kjarabótin fyrir lágtekjufólkið. Maður hefur margt fólk tala um það Nú er stutt í kosningar og maður fylgist vel með umræðum foristufólks stjórnmálaflokkanna sem í framboði eru. Og reynir að finna út hverjir séu líklegastir til að koma í framkvæmd því sem ég hef verið að tala um í þessari grein. Ég tel að Samfylkingin sé líklegust til þess. Þess vegna hvet ég fólk til að fylkja sér um samfylkinguna og kjósa hana.Andrés Sighvatsson eldri borgari
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar