Innlent

Ferskur fiskur farinn að hlaðast upp í Grímsey

Ferskur fiskur er farinn að hlaðast upp í Grímsey og hætt er við að hann falli í verði ef hann kemst ekki til kaupenda í tæka tíð. Gamla Grímseyjarferjan er biluð, sú nýja er enn í endurbyggingu og samgöngur við eyjuna þar með í molum.

Að sögn Hennings Henningssonar á Fiskmarkaðnum í Grímsey hefur stærsti fiskibátur eyjarskeggja farið eina ferð með ferskan fisk til Ólafsjfarðar síðan að ferjan bilaði en hann er á veiðum og má ekki við frátöfum vegna fiskflutninga.vElsti fiskurinn, sem nú biði flutninga væri þegar farinn að falla í verði og óljóst væri hvernig og hvenær úr rættist.

Ríkisendurskoðandi hefur formlega óskað eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um kaup og kostnað við lagfæringar á nýju Grímseyjarferjunni en fyrir nokkrum dögum felldi meirihluti samgöngunefndar Alþingis tillögu minnihlutans um að ríkisendurskoðanda yrði falið að fara yfir málið.

Ríkisendurskoðandi gerir þetta vegna frétta um að viðgerðarkostnaður sé farinn úr böndunum en verkinu er hvergi nær lokið. Grímseyingar þurfa því að stóla á flugferðir ef þeir þurfa að komast til eða frá eyjunni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×