Geir H. Haarde svarað Hálfdán Örnólfsoon skrifar 9. maí 2007 09:46 Er hægt að tala um slæma hagstjórn þegar kaupmáttur þjóðarinnar eykst um 60% á 10 árum? Þessari spurningu varpaði Geir Haarde fram á landsfundi Sjálfstæðisflokksins nýverið. Mér finnst með öllu ótækt að forsætisráðherra sé ekki ansað þegar hann varpar fram jafn mikilvægri spurningu og vil því leggja mitt að mörkum. Svar mitt við spurningu Geirs er já, því miður og fyrir því eru í meginatriðum þrjár ástæður. 1. Kaupmáttur sem á rót að rekja til gífurlegrar útlánaþenslu og skuldasöfnunar heimila er falskur og í raun ekkert annað en tilflutningur á kaupmætti frá framtíð til nútíðar. Stjórnvöld sem stuðla að slíku með losarabrag í peningamálastjórn geta hælt sér af veislugleði en ekki góðri hagstjórn. 2. Kaupmáttur sem á rót að rekja til skattalækkana í uppsveiflu er ágætur þangað til í ljós kemur í næstu niðursveiflu að grafið hefur verið undan tekjustoðum velferðarkerfisins. Ríkisstjórn sem ekki skilur samhengið á milli hagvaxtar og afkomu ríkissjóðs fær ekki háa einkunn fyrir hagstjórn. Nema auðvitað hjá þeim hópi frjálshyggjumanna sem enn halda á lofti hugmyndum Ronalds Reagan um ríkisfjármál. Hugmyndum sem Georg Bush eldri kallaði vúdúhagfræði eins og frægt er orðið. 3. Kaupmáttur sem byggist á ofmati á styrk íslensku krónunnar er rammfalskur og hefur í tilfelli okkar Íslendinga leitt til hrikalegs viðskiptahalla og erlendrar skuldasöfnunar. Íslenska krónan er leikfang spákaupmanna sem þessa dagana þóknast að halda henni í fáránlegum hæðum en geta án fyrirvara fleygt henni fyrir björg. Hverju ætla stjórnvöld, sem horft hafa á þetta ástand skapast án þess að lyfta fingri, að kenna um ef svo illa fer að gengi krónunnar hrapar um tugi prósenta? Hver mun axla ábyrgðina af verðbólgugusu og kaupmáttarskerðingu sem af sliku leiðir? Framsóknarmenn? Svar mitt við spurningu Geirs er í stuttu máli að aukinn kaupmáttur og slæm hagstjórn geti hæglega farið saman og hafi svo sannarlega gert það í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Hinn aukni kaupmáttur stafar því miður að litlu leyti af eflingu atvinnulífs. Hér hefur hins vegar verið haldin mikil og stjórnlaus veisla út á krít að hætti Sjálfstæðisflokksins. Reikningar munu berast og eru reyndar farnir að berast íslenskum heimilum í formi ört vaxandi greiðslubyrði af lánum. Hlutur húsnæðiskostnaðar í einkaneyslu hefur vaxið úr því að vera 17% af útgjöldum í 28% á síðustu 10 árum sem segir sína sögu. Þetta eru meðaltalstölur sem bendir til þess að fjölmörg heimili þurfi nú að verja helmingi eða jafnvel stærri hluta ráðstöfunartekna sinna til að halda þaki yfir höfuðið. Hinn stóraukni kaupmáttur hefur greinilega fundið sinn farveg. Íslenskir kjósendur verða nú að gera upp hug sinn. Vilja þeir að dúndurpartý Sjálfstæðisflokksins haldi áfram? Það eru svo sem ágætar líkur á því að það geti haldið áfram um sinn. Á meðan spákaupmönnum, erlendum og innlendum, sjá þóknast að fylla á bolluskálina með erlendu lánsfé. En svo koma timburmennirnir. Hinn möguleikinn er að gefa þessum veisluglaða flokki frí frá stjórnarstörfum og ráðrúm til að átta sig á þeim mun sem er á raunverulegri verðmætasköpun og pappírspýramídum spákaupmanna. Ég mæli eindregið með seinni kostinum. Það er kominn tími til að færa hagstjórnina í hendur ábyrgra aðila.Hálfdán Örnólfsson, Framhaldsskólakennari, hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Er hægt að tala um slæma hagstjórn þegar kaupmáttur þjóðarinnar eykst um 60% á 10 árum? Þessari spurningu varpaði Geir Haarde fram á landsfundi Sjálfstæðisflokksins nýverið. Mér finnst með öllu ótækt að forsætisráðherra sé ekki ansað þegar hann varpar fram jafn mikilvægri spurningu og vil því leggja mitt að mörkum. Svar mitt við spurningu Geirs er já, því miður og fyrir því eru í meginatriðum þrjár ástæður. 1. Kaupmáttur sem á rót að rekja til gífurlegrar útlánaþenslu og skuldasöfnunar heimila er falskur og í raun ekkert annað en tilflutningur á kaupmætti frá framtíð til nútíðar. Stjórnvöld sem stuðla að slíku með losarabrag í peningamálastjórn geta hælt sér af veislugleði en ekki góðri hagstjórn. 2. Kaupmáttur sem á rót að rekja til skattalækkana í uppsveiflu er ágætur þangað til í ljós kemur í næstu niðursveiflu að grafið hefur verið undan tekjustoðum velferðarkerfisins. Ríkisstjórn sem ekki skilur samhengið á milli hagvaxtar og afkomu ríkissjóðs fær ekki háa einkunn fyrir hagstjórn. Nema auðvitað hjá þeim hópi frjálshyggjumanna sem enn halda á lofti hugmyndum Ronalds Reagan um ríkisfjármál. Hugmyndum sem Georg Bush eldri kallaði vúdúhagfræði eins og frægt er orðið. 3. Kaupmáttur sem byggist á ofmati á styrk íslensku krónunnar er rammfalskur og hefur í tilfelli okkar Íslendinga leitt til hrikalegs viðskiptahalla og erlendrar skuldasöfnunar. Íslenska krónan er leikfang spákaupmanna sem þessa dagana þóknast að halda henni í fáránlegum hæðum en geta án fyrirvara fleygt henni fyrir björg. Hverju ætla stjórnvöld, sem horft hafa á þetta ástand skapast án þess að lyfta fingri, að kenna um ef svo illa fer að gengi krónunnar hrapar um tugi prósenta? Hver mun axla ábyrgðina af verðbólgugusu og kaupmáttarskerðingu sem af sliku leiðir? Framsóknarmenn? Svar mitt við spurningu Geirs er í stuttu máli að aukinn kaupmáttur og slæm hagstjórn geti hæglega farið saman og hafi svo sannarlega gert það í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Hinn aukni kaupmáttur stafar því miður að litlu leyti af eflingu atvinnulífs. Hér hefur hins vegar verið haldin mikil og stjórnlaus veisla út á krít að hætti Sjálfstæðisflokksins. Reikningar munu berast og eru reyndar farnir að berast íslenskum heimilum í formi ört vaxandi greiðslubyrði af lánum. Hlutur húsnæðiskostnaðar í einkaneyslu hefur vaxið úr því að vera 17% af útgjöldum í 28% á síðustu 10 árum sem segir sína sögu. Þetta eru meðaltalstölur sem bendir til þess að fjölmörg heimili þurfi nú að verja helmingi eða jafnvel stærri hluta ráðstöfunartekna sinna til að halda þaki yfir höfuðið. Hinn stóraukni kaupmáttur hefur greinilega fundið sinn farveg. Íslenskir kjósendur verða nú að gera upp hug sinn. Vilja þeir að dúndurpartý Sjálfstæðisflokksins haldi áfram? Það eru svo sem ágætar líkur á því að það geti haldið áfram um sinn. Á meðan spákaupmönnum, erlendum og innlendum, sjá þóknast að fylla á bolluskálina með erlendu lánsfé. En svo koma timburmennirnir. Hinn möguleikinn er að gefa þessum veisluglaða flokki frí frá stjórnarstörfum og ráðrúm til að átta sig á þeim mun sem er á raunverulegri verðmætasköpun og pappírspýramídum spákaupmanna. Ég mæli eindregið með seinni kostinum. Það er kominn tími til að færa hagstjórnina í hendur ábyrgra aðila.Hálfdán Örnólfsson, Framhaldsskólakennari, hagfræðingur
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun