Geir H. Haarde svarað Hálfdán Örnólfsoon skrifar 9. maí 2007 09:46 Er hægt að tala um slæma hagstjórn þegar kaupmáttur þjóðarinnar eykst um 60% á 10 árum? Þessari spurningu varpaði Geir Haarde fram á landsfundi Sjálfstæðisflokksins nýverið. Mér finnst með öllu ótækt að forsætisráðherra sé ekki ansað þegar hann varpar fram jafn mikilvægri spurningu og vil því leggja mitt að mörkum. Svar mitt við spurningu Geirs er já, því miður og fyrir því eru í meginatriðum þrjár ástæður. 1. Kaupmáttur sem á rót að rekja til gífurlegrar útlánaþenslu og skuldasöfnunar heimila er falskur og í raun ekkert annað en tilflutningur á kaupmætti frá framtíð til nútíðar. Stjórnvöld sem stuðla að slíku með losarabrag í peningamálastjórn geta hælt sér af veislugleði en ekki góðri hagstjórn. 2. Kaupmáttur sem á rót að rekja til skattalækkana í uppsveiflu er ágætur þangað til í ljós kemur í næstu niðursveiflu að grafið hefur verið undan tekjustoðum velferðarkerfisins. Ríkisstjórn sem ekki skilur samhengið á milli hagvaxtar og afkomu ríkissjóðs fær ekki háa einkunn fyrir hagstjórn. Nema auðvitað hjá þeim hópi frjálshyggjumanna sem enn halda á lofti hugmyndum Ronalds Reagan um ríkisfjármál. Hugmyndum sem Georg Bush eldri kallaði vúdúhagfræði eins og frægt er orðið. 3. Kaupmáttur sem byggist á ofmati á styrk íslensku krónunnar er rammfalskur og hefur í tilfelli okkar Íslendinga leitt til hrikalegs viðskiptahalla og erlendrar skuldasöfnunar. Íslenska krónan er leikfang spákaupmanna sem þessa dagana þóknast að halda henni í fáránlegum hæðum en geta án fyrirvara fleygt henni fyrir björg. Hverju ætla stjórnvöld, sem horft hafa á þetta ástand skapast án þess að lyfta fingri, að kenna um ef svo illa fer að gengi krónunnar hrapar um tugi prósenta? Hver mun axla ábyrgðina af verðbólgugusu og kaupmáttarskerðingu sem af sliku leiðir? Framsóknarmenn? Svar mitt við spurningu Geirs er í stuttu máli að aukinn kaupmáttur og slæm hagstjórn geti hæglega farið saman og hafi svo sannarlega gert það í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Hinn aukni kaupmáttur stafar því miður að litlu leyti af eflingu atvinnulífs. Hér hefur hins vegar verið haldin mikil og stjórnlaus veisla út á krít að hætti Sjálfstæðisflokksins. Reikningar munu berast og eru reyndar farnir að berast íslenskum heimilum í formi ört vaxandi greiðslubyrði af lánum. Hlutur húsnæðiskostnaðar í einkaneyslu hefur vaxið úr því að vera 17% af útgjöldum í 28% á síðustu 10 árum sem segir sína sögu. Þetta eru meðaltalstölur sem bendir til þess að fjölmörg heimili þurfi nú að verja helmingi eða jafnvel stærri hluta ráðstöfunartekna sinna til að halda þaki yfir höfuðið. Hinn stóraukni kaupmáttur hefur greinilega fundið sinn farveg. Íslenskir kjósendur verða nú að gera upp hug sinn. Vilja þeir að dúndurpartý Sjálfstæðisflokksins haldi áfram? Það eru svo sem ágætar líkur á því að það geti haldið áfram um sinn. Á meðan spákaupmönnum, erlendum og innlendum, sjá þóknast að fylla á bolluskálina með erlendu lánsfé. En svo koma timburmennirnir. Hinn möguleikinn er að gefa þessum veisluglaða flokki frí frá stjórnarstörfum og ráðrúm til að átta sig á þeim mun sem er á raunverulegri verðmætasköpun og pappírspýramídum spákaupmanna. Ég mæli eindregið með seinni kostinum. Það er kominn tími til að færa hagstjórnina í hendur ábyrgra aðila.Hálfdán Örnólfsson, Framhaldsskólakennari, hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Er hægt að tala um slæma hagstjórn þegar kaupmáttur þjóðarinnar eykst um 60% á 10 árum? Þessari spurningu varpaði Geir Haarde fram á landsfundi Sjálfstæðisflokksins nýverið. Mér finnst með öllu ótækt að forsætisráðherra sé ekki ansað þegar hann varpar fram jafn mikilvægri spurningu og vil því leggja mitt að mörkum. Svar mitt við spurningu Geirs er já, því miður og fyrir því eru í meginatriðum þrjár ástæður. 1. Kaupmáttur sem á rót að rekja til gífurlegrar útlánaþenslu og skuldasöfnunar heimila er falskur og í raun ekkert annað en tilflutningur á kaupmætti frá framtíð til nútíðar. Stjórnvöld sem stuðla að slíku með losarabrag í peningamálastjórn geta hælt sér af veislugleði en ekki góðri hagstjórn. 2. Kaupmáttur sem á rót að rekja til skattalækkana í uppsveiflu er ágætur þangað til í ljós kemur í næstu niðursveiflu að grafið hefur verið undan tekjustoðum velferðarkerfisins. Ríkisstjórn sem ekki skilur samhengið á milli hagvaxtar og afkomu ríkissjóðs fær ekki háa einkunn fyrir hagstjórn. Nema auðvitað hjá þeim hópi frjálshyggjumanna sem enn halda á lofti hugmyndum Ronalds Reagan um ríkisfjármál. Hugmyndum sem Georg Bush eldri kallaði vúdúhagfræði eins og frægt er orðið. 3. Kaupmáttur sem byggist á ofmati á styrk íslensku krónunnar er rammfalskur og hefur í tilfelli okkar Íslendinga leitt til hrikalegs viðskiptahalla og erlendrar skuldasöfnunar. Íslenska krónan er leikfang spákaupmanna sem þessa dagana þóknast að halda henni í fáránlegum hæðum en geta án fyrirvara fleygt henni fyrir björg. Hverju ætla stjórnvöld, sem horft hafa á þetta ástand skapast án þess að lyfta fingri, að kenna um ef svo illa fer að gengi krónunnar hrapar um tugi prósenta? Hver mun axla ábyrgðina af verðbólgugusu og kaupmáttarskerðingu sem af sliku leiðir? Framsóknarmenn? Svar mitt við spurningu Geirs er í stuttu máli að aukinn kaupmáttur og slæm hagstjórn geti hæglega farið saman og hafi svo sannarlega gert það í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Hinn aukni kaupmáttur stafar því miður að litlu leyti af eflingu atvinnulífs. Hér hefur hins vegar verið haldin mikil og stjórnlaus veisla út á krít að hætti Sjálfstæðisflokksins. Reikningar munu berast og eru reyndar farnir að berast íslenskum heimilum í formi ört vaxandi greiðslubyrði af lánum. Hlutur húsnæðiskostnaðar í einkaneyslu hefur vaxið úr því að vera 17% af útgjöldum í 28% á síðustu 10 árum sem segir sína sögu. Þetta eru meðaltalstölur sem bendir til þess að fjölmörg heimili þurfi nú að verja helmingi eða jafnvel stærri hluta ráðstöfunartekna sinna til að halda þaki yfir höfuðið. Hinn stóraukni kaupmáttur hefur greinilega fundið sinn farveg. Íslenskir kjósendur verða nú að gera upp hug sinn. Vilja þeir að dúndurpartý Sjálfstæðisflokksins haldi áfram? Það eru svo sem ágætar líkur á því að það geti haldið áfram um sinn. Á meðan spákaupmönnum, erlendum og innlendum, sjá þóknast að fylla á bolluskálina með erlendu lánsfé. En svo koma timburmennirnir. Hinn möguleikinn er að gefa þessum veisluglaða flokki frí frá stjórnarstörfum og ráðrúm til að átta sig á þeim mun sem er á raunverulegri verðmætasköpun og pappírspýramídum spákaupmanna. Ég mæli eindregið með seinni kostinum. Það er kominn tími til að færa hagstjórnina í hendur ábyrgra aðila.Hálfdán Örnólfsson, Framhaldsskólakennari, hagfræðingur
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar