Hernaðarhyggjan er á kjörseðlinum Einar Ólafsson skrifar 9. maí 2007 09:00 Samtök hernaðarandstæðinga hafa sent fyrirspurnir til þeirra flokka sem standa að framboðum til Alþingis í vor um afstöðu þeirra til varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna og aðildar Íslands að NATO. Svör bárust frá öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki. Allir flokkarnir nema VG eru andvígir uppsögn varnarsamningsins og úrsögn Íslands úr NATO. Frjálslyndi flokkurinn svaraði ekki en vísaði í stefnuskrá sína þar sem segir "varnarsamstarf Íslands innan NATO verður að breytast með tilliti til breytinga í alþjóðastjórnmálum". Ekkert er minnst á varnarsamninginn og vægast sagt óljóst hvað meint er með fullyrðingu um að varnarsamstarfið þurfi að breytast. En varaformaður flokksins sagði nýverið á fundi Varðbergs að varnarsamningnum bæri að viðhalda. Sjálfstæðisflokkurinn svaraði engu. Hér sem víðar birtist sérstaða Vinstri-grænna. Enginn annar flokkur treystir sér til að taka afstöðu gegn hernaðarsamstarfi við það stórveldi sem á undanförnum árum hefur hvað eftir annað gert ólögmætar innrásir í önnur lönd með skelfilegum afleiðingum og þráfaldlega brotið gegn alþjóðalögum og mannréttindasáttmálum. Útþenslustefna og kjarnorkuvopn Hvað sem um NATO mátti segja á árum áður, þá hélt það sig þó innan svæðis aðildarríkjanna, en nú þenst það út og stendur í stórræðum utan síns svæðis. Þannig heldur NATO uppi hernámi í Afganistan í kjölfar innrásar forysturíkis síns, Bandaríkjanna, og kallar það friðargæslu. Það tekur virkan þátt í blóðbaðinu í Írak. Það heldur uppi starfsemi kringum Miðjarðarhafið og í Miðausturlöndum til að treysta ítök Bandaríkjanna þar. Á undanförnum árum hafa tengsl NATO við Ísrael verið að styrkjast. Og innra skipulagi bandalagsins hefur verið breytt til að gera það skilvirkara í sífellt árásargjarnari stefnu sinni. Kjarnorkuvopn eru hluti af vígbúnaði NATO og NATO hefur áskilið sér rétt til að beita kjarnorkuvopnum. Það hefur verið notað sem röksemd gegn tillögum um kjarnorkuvopnalaust Ísland að það samrýmist ekki aðild okkar að NATO. Sérstaða VG Samfylkingin gefur sig út fyrir að berjast fyrir bættum kjörum alþýðu. Hernaðarstefna Bandaríkjanna og NATO beinir fjármagninu frá velferðarmálum til gífurlegrar sóunar vegna vígvæðingar. Almenningur líður fyrir hernaðarstefnuna. Almenningur líður fyrir tilveru NATO og hernaðarsamstarf við Bandaríkin. Íslandshreyfingin gefur sig út fyrir að berjast fyrir umhverfisvernd. Auk óheftrar gróðahyggju er hernaðarstefnan einhver mesta ógnunin við umhverfisverndina. Það þarf enginn að velkjast í vafa um hvar Sjálfstæðisflokkurinn stendur þótt hann hafi ekki látið svo lítið að svara fyrirspurn SHA. Sjálfstæðisflokkurinn er gersamlega staðnaður hvar sem á er litið, fastur í stóriðjulausnum og frjálshyggju sem varð úrelt fyrir hundrað árum, en auk þess hangir flokkurinn í hernaðarstefnu Bandaríkjanna hversu siðlaus sem hún er. Og hinir flokkarnir, allt frá Framsókn til Samfylkingar fylgja með. Aðeins Vinstri græn hafa skynsemi og þor til að taka aðra afstöðu. Kjósum gegn hernaðarstefnunni 12. maí.Höfundur er félagi í Samtökum hernaðarandstæðinga, Rithöfundur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Samtök hernaðarandstæðinga hafa sent fyrirspurnir til þeirra flokka sem standa að framboðum til Alþingis í vor um afstöðu þeirra til varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna og aðildar Íslands að NATO. Svör bárust frá öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki. Allir flokkarnir nema VG eru andvígir uppsögn varnarsamningsins og úrsögn Íslands úr NATO. Frjálslyndi flokkurinn svaraði ekki en vísaði í stefnuskrá sína þar sem segir "varnarsamstarf Íslands innan NATO verður að breytast með tilliti til breytinga í alþjóðastjórnmálum". Ekkert er minnst á varnarsamninginn og vægast sagt óljóst hvað meint er með fullyrðingu um að varnarsamstarfið þurfi að breytast. En varaformaður flokksins sagði nýverið á fundi Varðbergs að varnarsamningnum bæri að viðhalda. Sjálfstæðisflokkurinn svaraði engu. Hér sem víðar birtist sérstaða Vinstri-grænna. Enginn annar flokkur treystir sér til að taka afstöðu gegn hernaðarsamstarfi við það stórveldi sem á undanförnum árum hefur hvað eftir annað gert ólögmætar innrásir í önnur lönd með skelfilegum afleiðingum og þráfaldlega brotið gegn alþjóðalögum og mannréttindasáttmálum. Útþenslustefna og kjarnorkuvopn Hvað sem um NATO mátti segja á árum áður, þá hélt það sig þó innan svæðis aðildarríkjanna, en nú þenst það út og stendur í stórræðum utan síns svæðis. Þannig heldur NATO uppi hernámi í Afganistan í kjölfar innrásar forysturíkis síns, Bandaríkjanna, og kallar það friðargæslu. Það tekur virkan þátt í blóðbaðinu í Írak. Það heldur uppi starfsemi kringum Miðjarðarhafið og í Miðausturlöndum til að treysta ítök Bandaríkjanna þar. Á undanförnum árum hafa tengsl NATO við Ísrael verið að styrkjast. Og innra skipulagi bandalagsins hefur verið breytt til að gera það skilvirkara í sífellt árásargjarnari stefnu sinni. Kjarnorkuvopn eru hluti af vígbúnaði NATO og NATO hefur áskilið sér rétt til að beita kjarnorkuvopnum. Það hefur verið notað sem röksemd gegn tillögum um kjarnorkuvopnalaust Ísland að það samrýmist ekki aðild okkar að NATO. Sérstaða VG Samfylkingin gefur sig út fyrir að berjast fyrir bættum kjörum alþýðu. Hernaðarstefna Bandaríkjanna og NATO beinir fjármagninu frá velferðarmálum til gífurlegrar sóunar vegna vígvæðingar. Almenningur líður fyrir hernaðarstefnuna. Almenningur líður fyrir tilveru NATO og hernaðarsamstarf við Bandaríkin. Íslandshreyfingin gefur sig út fyrir að berjast fyrir umhverfisvernd. Auk óheftrar gróðahyggju er hernaðarstefnan einhver mesta ógnunin við umhverfisverndina. Það þarf enginn að velkjast í vafa um hvar Sjálfstæðisflokkurinn stendur þótt hann hafi ekki látið svo lítið að svara fyrirspurn SHA. Sjálfstæðisflokkurinn er gersamlega staðnaður hvar sem á er litið, fastur í stóriðjulausnum og frjálshyggju sem varð úrelt fyrir hundrað árum, en auk þess hangir flokkurinn í hernaðarstefnu Bandaríkjanna hversu siðlaus sem hún er. Og hinir flokkarnir, allt frá Framsókn til Samfylkingar fylgja með. Aðeins Vinstri græn hafa skynsemi og þor til að taka aðra afstöðu. Kjósum gegn hernaðarstefnunni 12. maí.Höfundur er félagi í Samtökum hernaðarandstæðinga, Rithöfundur
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar