Þöggun, kviksyndi lýðræðisins Ingileif Steinunn Kristjánsdóttir skrifar 8. maí 2007 12:00 Þöggun, kviksyndi lýðræðisins Mál Jónínu Bjartmarz og skjótfengið íslenskt ríkisfang tilvonandi tengdadóttur hennar hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Í raun og veru snýst þetta mál ekki lengur um það hvort það sé einni stelpunni fleira eða færra með íslenskan ríkisborgararétt. Í raun hefur okkur óskaplega lítið farið fram síðan á Sturlungaöld. Á Sturlungaöld skipti það máli af hvaða ætt þú varst og hvar þú áttir inni vinargreiða og hvað þú áttir af peningum til þess að borga fyrir greiðann. Þannig komstu þínum málum fram. Þrátt fyrir að í millitíðinni hafi Upplýsingin komið fram, ásamt Sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna og frönsku Stjórnarbyltingunni þá hefur okkur Íslendingum lítið miðað á leið til nútíma stjórnunarhátta. Skýrasta dæmið er helgasta vé Framsóknarflokksins í Stjórnarráði Íslands, sem starfar eins og hvert annað 19. aldar kansilí og siðferði Sturlungaaldar lifir þar góðu lífi. Nú kann einhver að spyrja; Er þetta bara ekki allt í lagi? Í vangaveltum mínum um þessa spurningu hef ég rekist á grein um þann mann íslenskan, sem mestur stjórnvitringur verður talinn eftir Njál á Bergþórshvoli og var sá stjórnmálamaður sem hvað drýgstan þátt átti í stofnun lýðveldisins, þ.e. lagaprófessorinn og forsætisráðherrann Bjarna Benediktsson. Í grein sem Matthias Johannessen ritstjóri Morgunblaðsins skrifar í bókina ,,Bjarni í augum samtíðarmanna" (almenna bókafélagið 1983, bls. 234) rekur hann samtal sitt við Bjarna. Þar hneykslast Bjarni mjög á því, sem hann telur alvarlegasta siðferðisbrest í sögu Bandaríkjanna þ.e. Chappaquddick-málið, sem snérist um bílslys sem Edward Kennedy lenti í laugardaginn 19. júní 1969 og stúlkan Mary Jo Copper drukknaði. Blöskraði Bjarna mjög öll málsmeðferð þessa máls, ekki síst að hlífa Kennedy við óþægilegri rannsókn og yfirvofandi dómi. Taldi Bjarni þetta réttarhneyksli, sem gæti orðið upphaf að enn verri áföllum, spillingu og siðferðilegu óréttlæti. Svo sem síðan hefur orðið raun á þar í landi. Matthías segir Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins hafa gert miklar siðferðilegar kröfur til fólks, ekki síður til vina sinna en annarra. Það alvarlegasta við mál Jónínu Bjartmarz er nú sá trúnaðarbrestur sem orðinn er á milli Þings og þjóðar. Alþingismenn eru með fullyrðingar, sem ekki nokkur maður trúir. Í núverandi þingliði Sjálfstæðisflokksins eru þrír venslamenn Bjarna heitins Benediktssonar. Væru þeir menn að meiri tækju þeir sér Bjarna til fyrirmyndar og stigu fram og segðu sannleikann í málinu. Því það gæti orðið þeim dýrt, reynist þeir hafa fórnað sannfæringu sinni fyrir spillingu Framsóknarflokks xB og xD. Því Framsóknarflokkurinn er hvort eð er búinn að vera og verður ekki á vetur setjandi, hvað sem er satt eða logið í máli Jónínu Bjartmarz. Þú kjósandi góður hefur mikið vald þann 12. maí. Þá getur þú kveðið völd Framsóknarflokks B og D niður. Vinnum ljóssins verk meðan kjördagur er, annars leggst yfir álgrá nótt næstu 4 ár.Höfundur skipar 5. sæti á lista Íslandshreyfingarinnar í Suðurkjördæmi, Kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þöggun, kviksyndi lýðræðisins Mál Jónínu Bjartmarz og skjótfengið íslenskt ríkisfang tilvonandi tengdadóttur hennar hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Í raun og veru snýst þetta mál ekki lengur um það hvort það sé einni stelpunni fleira eða færra með íslenskan ríkisborgararétt. Í raun hefur okkur óskaplega lítið farið fram síðan á Sturlungaöld. Á Sturlungaöld skipti það máli af hvaða ætt þú varst og hvar þú áttir inni vinargreiða og hvað þú áttir af peningum til þess að borga fyrir greiðann. Þannig komstu þínum málum fram. Þrátt fyrir að í millitíðinni hafi Upplýsingin komið fram, ásamt Sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna og frönsku Stjórnarbyltingunni þá hefur okkur Íslendingum lítið miðað á leið til nútíma stjórnunarhátta. Skýrasta dæmið er helgasta vé Framsóknarflokksins í Stjórnarráði Íslands, sem starfar eins og hvert annað 19. aldar kansilí og siðferði Sturlungaaldar lifir þar góðu lífi. Nú kann einhver að spyrja; Er þetta bara ekki allt í lagi? Í vangaveltum mínum um þessa spurningu hef ég rekist á grein um þann mann íslenskan, sem mestur stjórnvitringur verður talinn eftir Njál á Bergþórshvoli og var sá stjórnmálamaður sem hvað drýgstan þátt átti í stofnun lýðveldisins, þ.e. lagaprófessorinn og forsætisráðherrann Bjarna Benediktsson. Í grein sem Matthias Johannessen ritstjóri Morgunblaðsins skrifar í bókina ,,Bjarni í augum samtíðarmanna" (almenna bókafélagið 1983, bls. 234) rekur hann samtal sitt við Bjarna. Þar hneykslast Bjarni mjög á því, sem hann telur alvarlegasta siðferðisbrest í sögu Bandaríkjanna þ.e. Chappaquddick-málið, sem snérist um bílslys sem Edward Kennedy lenti í laugardaginn 19. júní 1969 og stúlkan Mary Jo Copper drukknaði. Blöskraði Bjarna mjög öll málsmeðferð þessa máls, ekki síst að hlífa Kennedy við óþægilegri rannsókn og yfirvofandi dómi. Taldi Bjarni þetta réttarhneyksli, sem gæti orðið upphaf að enn verri áföllum, spillingu og siðferðilegu óréttlæti. Svo sem síðan hefur orðið raun á þar í landi. Matthías segir Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins hafa gert miklar siðferðilegar kröfur til fólks, ekki síður til vina sinna en annarra. Það alvarlegasta við mál Jónínu Bjartmarz er nú sá trúnaðarbrestur sem orðinn er á milli Þings og þjóðar. Alþingismenn eru með fullyrðingar, sem ekki nokkur maður trúir. Í núverandi þingliði Sjálfstæðisflokksins eru þrír venslamenn Bjarna heitins Benediktssonar. Væru þeir menn að meiri tækju þeir sér Bjarna til fyrirmyndar og stigu fram og segðu sannleikann í málinu. Því það gæti orðið þeim dýrt, reynist þeir hafa fórnað sannfæringu sinni fyrir spillingu Framsóknarflokks xB og xD. Því Framsóknarflokkurinn er hvort eð er búinn að vera og verður ekki á vetur setjandi, hvað sem er satt eða logið í máli Jónínu Bjartmarz. Þú kjósandi góður hefur mikið vald þann 12. maí. Þá getur þú kveðið völd Framsóknarflokks B og D niður. Vinnum ljóssins verk meðan kjördagur er, annars leggst yfir álgrá nótt næstu 4 ár.Höfundur skipar 5. sæti á lista Íslandshreyfingarinnar í Suðurkjördæmi, Kennari.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar