Fram í heiðanna ró Marta Eiríkdóttir skrifar 8. maí 2007 10:30 Jörðin er að vakna til vorsins. Enn á ný fáum við að upplifa kraft vorsins, yndislegt! Þetta er gleðilegur árstími,náttúran skipar stóran sess og við ímyndum okkur spennandi ferðalög innanlands, gönguferðir og útilegur sumarsins. Það er einmitt á svona stundu þegar vetur konungur víkur til hliðar að við finnum hvað okkur þykir vænt um umhverfið. Hvað það er nú gott að náttúran skuli enn svara kallinu og vakna. Útlendingar elska Ísland. Ég var stödd erlendis fyrir stuttu í námsferð, sem er ekki í frásögur færandi nema hvað að alltaf þegar útlendingarnir uppgötvuðu að ég væri íslensk þá hreinlega supu þeir hveljur. Þeir lifnuðu allir við og dásömuðu landið mitt Ísland,sem þeir að vísu höfðu aldrei komið til! En þeir voru svo sannfærðir um að þar væri allt svo fallegt og sérstakt.Þar væri hreint loft, falleg náttúra, stórkostlegar ár og enn fegurri fossar. Himininn heiður og blár. Þvílíkt land, Ísland! Ég fylltist auðvitað rammíslensku stolti. Samkvæmt þessu er -íslensk náttúra- vörumerkið okkar, hrein og tær! Hvað með okkur? Ég vildi ekki eyðileggja þessar dásamlegu hugmyndir útlendinganna og hafði því ekki mörg orð um þá þróun sem er á Íslandi núna,þar sem íslensk stjórnvöld virðast ekki átta sig á gildi þess að varðveita hreina loftið og vilja drita niður álverum hingað og þangað. Ég vildi heldur ekki segja þeim allt sem liggur fyrir hér heima varðandi virkjanir og um eyðilegginguna eða náttúruspjöllin sem þeim fylgir. Ég vildi bara leyfa mér að njóta þess að hlusta á þetta fólk tala svona fallega um náttúru sem mér þykir sjálfri svo vænt um. Ég vildi bara trúa því að við Íslendingar erum frumleg og frábær þjóð, orginal og skynsöm sem lifum í takt við umhverfi okkar og af virðingu. Ég vildi bara trúa því að við kynnum sjálf að meta þetta dásamlega land og nátturuleg gæði þess. Ég vildi bara trúa því að ný ríkisstjórn sem tæki við í vor væri meðvituð um stórkostlegan fjársjóð náttúru okkar og vildi varðveita landið áfram. Ég vildi bara trúa því að við ætlum að setja náttúruvernd í forgang í hvert sinn sem við framkvæmum.Við ætlum ekki að ryðja öllu um koll heldur að leyfa náttúrunni að teikna sig inn í hugmyndir okkar. Bláa lónið og umhverfi þess er td. gott dæmi um umhverfisvænan arkitektúr. Ég vildi bara trúa því að við Íslendingar ætlum ekki að halda áfram að flytja inn endalaust magn af verkamönnum til að byggja endalausar byggingar sem við höfum kannski svo ekkert að gera með. Ég vildi bara trúa því að við ætlum ekki endalaust að leyfa útlendingum að kaupa hræódýrt rafmagn af okkur og þar að auki setja upp loftmengandi verksmiðjur hér á landi. Nei, ég vildi telja mér trú um nýja tíma, upplýsta skynsama tíma í kjölfar kosninga. Já, svona er Íslandið mitt, frábært og kraftmikið land með frábærri þjóð, sem eitt sinn voru Víkingar og eru það kannski enn inn við beinið? Fram í heiðanna ró, þar er vistin mér góð, þar er himininn heiður og tær. Er ekki kominn tími til að staldra við, slaka á, anda og njóta þess sem við eigum nú þegar? Lifum heil!Marta Eiríksdóttir, Kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Jörðin er að vakna til vorsins. Enn á ný fáum við að upplifa kraft vorsins, yndislegt! Þetta er gleðilegur árstími,náttúran skipar stóran sess og við ímyndum okkur spennandi ferðalög innanlands, gönguferðir og útilegur sumarsins. Það er einmitt á svona stundu þegar vetur konungur víkur til hliðar að við finnum hvað okkur þykir vænt um umhverfið. Hvað það er nú gott að náttúran skuli enn svara kallinu og vakna. Útlendingar elska Ísland. Ég var stödd erlendis fyrir stuttu í námsferð, sem er ekki í frásögur færandi nema hvað að alltaf þegar útlendingarnir uppgötvuðu að ég væri íslensk þá hreinlega supu þeir hveljur. Þeir lifnuðu allir við og dásömuðu landið mitt Ísland,sem þeir að vísu höfðu aldrei komið til! En þeir voru svo sannfærðir um að þar væri allt svo fallegt og sérstakt.Þar væri hreint loft, falleg náttúra, stórkostlegar ár og enn fegurri fossar. Himininn heiður og blár. Þvílíkt land, Ísland! Ég fylltist auðvitað rammíslensku stolti. Samkvæmt þessu er -íslensk náttúra- vörumerkið okkar, hrein og tær! Hvað með okkur? Ég vildi ekki eyðileggja þessar dásamlegu hugmyndir útlendinganna og hafði því ekki mörg orð um þá þróun sem er á Íslandi núna,þar sem íslensk stjórnvöld virðast ekki átta sig á gildi þess að varðveita hreina loftið og vilja drita niður álverum hingað og þangað. Ég vildi heldur ekki segja þeim allt sem liggur fyrir hér heima varðandi virkjanir og um eyðilegginguna eða náttúruspjöllin sem þeim fylgir. Ég vildi bara leyfa mér að njóta þess að hlusta á þetta fólk tala svona fallega um náttúru sem mér þykir sjálfri svo vænt um. Ég vildi bara trúa því að við Íslendingar erum frumleg og frábær þjóð, orginal og skynsöm sem lifum í takt við umhverfi okkar og af virðingu. Ég vildi bara trúa því að við kynnum sjálf að meta þetta dásamlega land og nátturuleg gæði þess. Ég vildi bara trúa því að ný ríkisstjórn sem tæki við í vor væri meðvituð um stórkostlegan fjársjóð náttúru okkar og vildi varðveita landið áfram. Ég vildi bara trúa því að við ætlum að setja náttúruvernd í forgang í hvert sinn sem við framkvæmum.Við ætlum ekki að ryðja öllu um koll heldur að leyfa náttúrunni að teikna sig inn í hugmyndir okkar. Bláa lónið og umhverfi þess er td. gott dæmi um umhverfisvænan arkitektúr. Ég vildi bara trúa því að við Íslendingar ætlum ekki að halda áfram að flytja inn endalaust magn af verkamönnum til að byggja endalausar byggingar sem við höfum kannski svo ekkert að gera með. Ég vildi bara trúa því að við ætlum ekki endalaust að leyfa útlendingum að kaupa hræódýrt rafmagn af okkur og þar að auki setja upp loftmengandi verksmiðjur hér á landi. Nei, ég vildi telja mér trú um nýja tíma, upplýsta skynsama tíma í kjölfar kosninga. Já, svona er Íslandið mitt, frábært og kraftmikið land með frábærri þjóð, sem eitt sinn voru Víkingar og eru það kannski enn inn við beinið? Fram í heiðanna ró, þar er vistin mér góð, þar er himininn heiður og tær. Er ekki kominn tími til að staldra við, slaka á, anda og njóta þess sem við eigum nú þegar? Lifum heil!Marta Eiríksdóttir, Kennari
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar