Lífið

Líkamsræktarstöð fyrir strípalinga

Líkamsræktarstöð í Hollandi ráðgerir nú að bjóða æfingatíma fyrir striplinga á sunnudögum. Hollenska nektarfélagið segir að stöðin í Heteren verði fyrsta stöðin í landinu sem kemur til móts við strípalinga. Eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Patrick De Man segir að fólk beri sig þegar það fari í sauna; "Af hverju ekki í tækjunum?"

Hugmyndina fékk Patrick þegar tveir strípalingar gerðust meðlimir og spurðu og nektartíma. Hann segir viðbrögðin hafa verið sterk frá öðrum meðlimum stöðvarinnar, sumir óttist hreinlæti.

"Auðvitað verður hreinlæti í fyrirrúmi. Hvert tæki verður sótthreinsað eftir hvern tíma og hlífðarábreiða notuð yfir reiðhjólahnakkana."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.