Lífið

Svínheppnir gæludýraeigendur

Dongba smásvín frá Taílandi keppa í sundkeppni í Nanchang í austurhluta Kína.
Dongba smásvín frá Taílandi keppa í sundkeppni í Nanchang í austurhluta Kína. MYND/AP

Smásvín seljast nú eins og heitar lummur í Kína. Ástæðan er sú að árið 2007 hefst ár svínsins samkvæmt kínversku ártali og trúa eigendur dýranna að þeim fylgi heppni af þeim sökum. Á fréttavef Ananova kemur fram að eigandi gæludýrabúðar á Guangzhou markaði í Nanchang í austurhluta Kína selji að meðaltali 20-30 smásvín á dag.

Smásvínin koma upphaflega frá Taílandi. Þau líta út eins og venjuleg svín en verða einungis 30 cm löng og vega fullvaxin um fimm kíló, sem er meðalþyngd kattar.

Nýja tunglárið hefst 18. febrúar næstkomandi og markar byrjun árs svínsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.